Beint í efni

Aðstoð vantar við sæðistöku!

12.04.2005

Í nýútkomnu Bændablaði er auglýst til umsóknar starf nautahirðis við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hvanneyri. Starfið felst í hirðingu nauta, þrifum, umsjón með sæðisbirgðum, minniháttar viðhaldi, vöruafgreiðslu, aðstoð við sæðistöku og ýmsum fleiri verkþáttum. Athygli vekur að sérstaklega er tekið fram að starfið henti ekki síður fyrir konu en karl! Umsóknarfrestur er til

 

1. maí nk. en ráðið verður í stöðuna frá 1. júní. Þá kemur fram að æskilegt sé að umsækjendur hafi lokið búfræðiprófi eða hafi mikla reynslu af nautgriparækt.

Allar frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Nautastöðvarinnar, Sveinbjörn Eyjólfsson, í síma 437-0020 eða í tölvupósti bull@emax.is. Umsóknum skal skila til Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands á Hvanneyri.