Beint í efni

Aðsóknarmet á Royal Highland Show

30.06.2010

Um síðustu helgi var skoska stórsýningin The Royal Highland Show haldin í jaðri Edinborgar. Sýningin á sér langa sögu en hún var haldin í fyrsta skipti árið 1822 og hefur vaxið ár frá ári. Sýningin stendur frá fimmtudegi til sunnudags og er afar fjölbreytt og skemmtileg. Aðsóknarmetið nú er aðeins árs gamalt, sem sýnir vel í hve örri þróun þessi fjölþjónustusýning er. Segja má að einungis einn galli sé á sýningunni; hún er haldin á þeim tíma sem flestir íslenskir kúabændur eru í heyskap!