Aðlögunarviðræður í fullum gangi
28.06.2010
Þrátt fyrir fjölmargar ályktanir bæði stjórn- og félagsmálaafla á liðnum dögum um að draga beri umsókn að ESB til baka, auk þess sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er á móti aðild, eru ekki sjáanleg merki um að hægt hafi á ferlinu með nokkrum hætti. Þannig mun
t.d. í dag verða haldinn fundur samningahóps um landbúnaðarmál. Á dagskrá fundarins er að fara yfir stöðu einstakra mála og um greinargerð hópsins til aðalsamninganefndar.