Aðeins Frakkar og Grikkir standa okkur framar í osta- og skyrneyslu!
25.03.2004
Ef litið er til gagnasafns IDF um mestu ostaneysluþjóðir heims árið 2002 kemur fram að Grikkland ber höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir með 27,5 kg/mann og í öðru sæti er Frakkland með 25,8 kg/mann. Með því að leggja saman ostaneyslu og skyrneyslu Íslendinga lendir Ísland í þriðja sæti með 22,3 kg/mann, en skyr og skildar afurðir eru flokkaðar sem ostur hjá IDF.
15 efstu ostaneysluþjóðir heims árið 2002 eru:
1. Grikkland (27,5 kg/mann)
2. Frakkland (25,8 kg/mann)
3. Ísland (22,3 kg/mann)
4. Þýskaland (21,8 kg/mann)
5. Ítalía (21,4 kg/mann)
6. Sviss (19,7 kg/mann)
7. Austuríki (17,8 kg/mann)
8. Finnland (17,7 kg/mann)
9. Svíþjóð (17,4 kg/mann)
10. Kýpur (16,3 kg/mann)
11. Belgía (16,1 kg/mann)
12. Ísrael (15,9 kg/mann)
13. U.S.A (15,1 kg/mann)
14. Holland (14,6 kg/mann)
15. Noregur (14,6kg/mann)
Ef eingöngu væri litið til hérlendrar ostaneyslu (án skyrneyslu) myndi Ísland lenda í 14. sæti. Þar sem við önnur lönd er bætt við neyslu á kvargi, er hinsvegar eðlilegra að miða við osta- og skyrneyslu í svona samanburði.