Aðbúnaðarreglugerðin í endurskoðun
27.03.2010
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, boðaði kúabændum endurskoðun á reglugerðinni um aðbúnað nautgripa í ávarpi sínu á aðalfundi LK. Reglugerðin var sett fyrir átta árum og er því með allra elstu aðbúnaðarreglugerðum. Ljóst er að fjölmörg atriði þarfnast endurskoðunar og hefur Landssamband kúabænda nú um nokkuð langa hríð lagt áherslu á að reglugerðin yrði endurskoðuð.