Beint í efni

Aðalfundur RM haldinn í morgun

04.03.2005

Í morgun var haldinn aðalfundur Rannsóknarstofu mjólkuriðnaðarins. Fram kom á fundinum að brýn þörf væri á endurnýjun tækjabúnaðar til greiningar mjólkursýna en núverandi tækni gefur ekki nógu áræðanlegar niðurstöður um Úrea í mjólk og jafnframt er ekki unnt með núverandi tækni að greina lausar fitusýrur í mjólk (LFS). Nýtt greiningartæki kostar um 30 milljónir króna. Þá var

greint frá því að skýrsluhaldssýnum fjölgaði verulega á síðasta ári enda nú mælt 9 sinnum á ári í stað 8 áður. Margfeldismeðaltal frumu er nú komið í 224 sem er lækkun um 13 frá árinu 2003 og þá hefur penicillínónæmi lækkað töluvert frá fyrra ári og voru árið 2004 30,8% af Staf. aureus með ónæmi gegn penicillíni en árið 2003 voru 36,5% með lyfjaónæmi.