Aðalfundur Nrf. Austur-Skaftafellssýslu
27.02.2013
Stjórn Nautgriparæktarfélags Austur-Skaftafellssýslu minnir á aðalfund félagsins sem haldinn verður í kvöld, miðvikudaginn 27. febrúar kl. 20.30 á Brunnhól á Mýrum.
Á dagskrá fundarins eru
venjuleg aðalfundarstörf, niðurstöður skýrsluhalds fyrir árið 2012 kynntar, auk þess sem gerð verður önnur tilraun með fyrirlestur um kynbætur og fóðrun sem halda átti í nóvember síðastliðnum. Meðal annars til að fara yfir helstu niðurstöður nýs kynbótamats í nautgriparækt og þann nautakost sem er í boði. Einnig verður farið yfir helstu þætti er varða frjósemi nautgripa, sæðingar þá þætti sem hafa áhrif á árangur sæðinga og frjósemi á búinu, s.s. aðstöðu til sæðinga, fóðrun, beiðslisgreiningar o.fl. Farið verður sérstaklega yfir mikilvægi góðrar frjósemi fyrir sjálfbært ræktunarstarf sem og afkomu búsins og hvernig nýta má kosti NorFor fóðuráætlanagerðar til að bæta frjósemi á búinu. Starfsmenn Ráðgjafamiðstövar Landbúnaðarins, Guðmundur Jóhannesson og Jóna Þórunn Ragnarsdóttir munu flytja erindin og svara spurningum okkar um nautgriparækt.
Nautgripabændur og aðrir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta.
Dagskrá:
1. Setning fundar, tilnefning fundarstjóra og ritara.
2. Skýrsla stjórnar og reikningar árið 2012.
3. Kynbætur – Guðmundur Jóhannesson
4. NorFor – Jóna Þórunn Ragnarsdóttir
5. Niðurstöður skýrsluhaldsins 2012 – Guðmundur Jóhannesson
6. Fræðslu- og skemmtiferð austur á Hérað, kynning á hugmynd um heimsókn til kúabænda og árshátíð Landsambands kúabænda Egilsstöðum 23.-24. mars – Sæmundur Jón Jónsson
7. Kosningar
8. Önnur mál
9. Fundarslit
Stjórn Nautgriparæktarfélags Austur-Skaftafellssýslu