Beint í efni

Aðalfundur NMSM settur í Hróarskeldu

22.06.2005

Í morgun var settur aðalfundur NMSM sem er samstarfsvettvangur mjólkursamlaga á Norðurlöndunum um mjólkurgæði. Á fundinum er farið yfir helstu gæðaþætti mjólkur í hverju landi, rannsóknarverkefni á sviði mjólkurgæða og jafnframt verða tekin fyrir þrjú efni: alþjóðlegt samstarf um mjólkurgæði, áhrif mjaltatækni og mjalta á júgurheilbrigði og mælinga á frjálsum fitusýrum í mjólk (FFA). Fulltrúar Íslands á fundinum eru Jón K. Baldursson (SAM) og Snorri Sigurðsson (LK).