Beint í efni

Aðalfundur Nautgriparæktarfélags Austur-Skaftfellinga haldinn mánudaginn 27. febrúar

26.02.2017

 

Nautgriparæktarfélag Austur-Skaftfellinga boðar til aðalfundar félagsins í félagsheimilinu Holti á Mýrum, mánudaginn 27. febrúar n.k. og hefst fundurinn kl. 12.30.

Kvenfélagið Eining mun sjá um veitingar og opnar húsið kl. 12.00.

Dagskrá:

  1. Setning fundar, tilnefning fundarstjóra og ritara.
  2. Skýrsla stjórnar og reikningar árið 2016
  3. Félagatal Nrf. Austur-Skaftfellinga
  4. Niðurstöður skýrsluhaldsins 2016
  5. Framkvæmdarstjóri Landsambands kúabænda – Margrét Gísladóttir
  6. Kosningar
    1. Einn maður í stjórn félagsins
    2. Einn maður í varastjórn félagsins
    3. Aðalfundarfulltrúi LK 24 – 25. mars á Akureyri
    4. Aðalfundarfulltrúi BASK
  7. Önnur mál
  8. Fundarslit