Beint í efni

Aðalfundur MS á föstudaginn kemur

25.02.2013

Föstudaginn 1. mars nk. verður haldinn aðalfundur Mjólkursamsölunnar. Á fundinum verða hefðbundin aðalfundarstörf en afar viðburðarríkt ár er að baki í rekstri félagsins. Mikil endurskipulagning átti sér stað á mörgum sviðum rekstursins, jafnt í framleiðslu, sölu- og markaðsmálum og stoðdeildum. Þá voru gerðar töluvert miklar tæknilegar endurbætur á árinu s.s. við ostaframleiðslu á Akureyri og mjólkurpökkun á Suðurlandi.

 

Ekki liggja fyrir rekstrarupplýsingar á þessari stundu en greint verður frá helstu kennitölum úr rekstri félagsins þegar þær liggja fyrir. Á árinu gekk annars vel með sölu mjólkurvara hjá MS og t.d. varð tæplega fjórðungs söluauking í Skyr.is vöruflokknum, án þess að það kæmi niður á KEA skyr-sölunnni/SS.