Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Aðalfundur LS haldinn í Bændahöll

29.03.2012

Landssamtök sauðfjárbænda (LS) halda aðalfund sinn í Bændahöllinni í Reykjavík dagana 29. og 30 mars. Fjöldi mála er á dagskrá fundarins, m.a. sem lúta að búvörusamningum, landnýtingu, rannsóknum í sauðfjárrækt og kjaramálum.

Sindri Sigurgeirsson, formaður LS, mun ekki gefa kost á sér til áframhaldandi formennsku í samtökunum. Kosning um nýjan formann verður fyrir hádegi á föstudag. Tveir frambjóðendur hafa boðið sig fram en þeim gæti þó fjölgað fyrir kosninguna. Þeir eru Þórarinn Ingi Pétursson bóndi á Grýtubakka í Grýtubakkahreppi og Einar Ófeigur Björnsson bóndi í Lóni í Kelduhverfi . Þórarinn hefur setið í stjórn LS frá 2007 og er nú varaformaður samtakanna. Hann er jafnframt formaður fagráðs í sauðfjárrækt. Einar hefur starfað lengi að málefnum sauðfjárbænda og á nú sæti í varastjórn samtakanna. Einar er jafnframt formaður deildar sauðfjárbænda í Búnaðarsambandi N-Þingeyjarsýslu sem er eitt aðildarfélaga LS.

Aðalfundurinn verður settur kl. 10:00 í dag, fimmtudag, og stendur fram eftir degi. Nefndarstörf hefjast síðdegis og kl. 19:30-21:00 er ætlunin að taka til afgreiðslu þau mál sem tilbúin eru frá nefndum. Fundur hefst að nýju kl. 9.00 föstudaginn 30. mars og stendur fram að hádegi. Í lokin verður kjörinn formaður og stjórnarmaður fyrir Suðurland. Eftir hádegi hefst opið málþing um ræktunarmarkmið í sauðfjárrækt en það verður jafnframt sent út í beinni útsendingu á vefsíðu samtakanna, saudfe.is. Árshátíð samtakanna verður síðan haldin á föstudagskvöldið í Súlnasal en fyrir löngu er uppselt á þá vinsælu samkomu.