
Aðalfundur LK verður í gegnum fjarfundarbúnað
13.10.2020
Aðalfundur Landssambands kúabænda, sem haldinn verður 6. nóvember nk., verður í gegnum fjarfundarbúnað sökum stöðunnar í samfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19. Áður hafði verið stefnt á að fundurinn yrði haldinn sama dag á Hótel Sögu í Reykjavík.
Stjórn Landssambands kúabænda ákvað á fundi sínum fimmtudaginn 8. október sl. að boða til fundar með formönnum aðildarfélaga samtakanna til að ræða útfærslu fundarins og lauk honum rétt í þessu. Verður þetta í fyrsta sinn sem aðalfundur samtakanna er haldinn með þessum hætti og munu fulltrúar fá nákvæmari upplýsingar um framkvæmd og notkunarleiðbeiningar fjarfundarbúnaðarins þegar nær dregur.