Aðalfundur LK verður í beinni útsendingu á naut.is
23.03.2010
Aðalfundur Landssambands kúabænda verður í beinni útsendingu hér á heimasíðunni, líkt og undanfarin ár. Streymi á vefnum hefst kl. 9.45 á föstudaginn og stendur það til kl. 16.15. Á laugardaginn verður útsending frá kl. 12.45-18.15.
Bændur eru hvattir til að fylgjast með útsendingunni. Þeir sem vilja koma fyrirspurnum á framfæri við fundinn er bent á að senda tölvupóst á lk@naut.is