Beint í efni

Aðalfundur LK settur í dag kl. 10 á hótel Sögu

10.04.2003

Aðalfundur LK verður settur í dag kl. 10 með ræðu formanns, Þórólfs Sveinssonar. Setningarræða hans verður sett á vefinn í hádeginu. Á fundinum verður, auk hefðbundinna aðalfundastarfa, rætt m.a. um stefnumörkun nautgriparæktar til framtíðar, málefni nautakjötsins, erfiða lífeyrisstöðu kúabænda og vaxandi kostnaðar við eftirlit með kúabúum og afurðaframleiðslu nautgripabænda.

 

Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um nautgriparækt.

 

Dagskrá fundarins er svohljóðandi:

Dagskrá aðalfundar
Landssambands kúabænda 2003


Fimmtudagur, 10. apríl 2003

Kl. 10:00 Fundarsetning, kosning starfsmanna fundarins og kjörbréfanefndar
Kl. 10:15 Skýrsla stjórnar og fagráðs – Þórólfur Sveinsson, formaður LK og fagráðs
Kl. 10:45 Stefnumörkun nautgriparæktar – Sigurður Loftsson, varaformaður LK
Kl. 11:15 Ávörp gesta
Kl. 12:00  Hádegiverður
Kl. 13:00 Niðurstöður kjörbréfanefndar lagðar fram
Kl. 13:10 Almennar umræður
Kl. 15:00  Kaffihlé
Kl. 15:30 Nautgriparækt og fjármálamarkaðurinn – Ingi Björnsson – útibússtjóri Íslandsbanka á Akureyri
Kl. 16:00 Umræður og fyrirspurnir
Kl. 17:00 Skipan í nefndir, málum skipað til nefnda og nefndastörf
Kl. 18:00  Fundi frestað

 

Föstudagur, 11. apríl 2003
Frá kl. 7  Morgunverður
Kl. 8:30 Nefndastörf
Kl. 12:00  Hádegisverður
Kl. 13:00 Afgreiðsla mála
Kl. 15:00  Kaffihlé
Kl. 15:30 Kosningar
Kl. 16:00 Önnur mál
Kl. 17:00 Áætluð fundarlok

 

Árshátíð kúabænda hefst í Súlnasal með fordrykk í boði Áburðarverksmiðjunnar kl. 19.30.