
Aðalfundur LK og árshátíð í dag
07.04.2018
Í dag heldur aðalfundur LK áfram á Hótel Selfossi og hefst fundurinn klukkan 8 og er dagskrá fundarins hér fyrir neðan. Að vanda líkur svo aðalfundinum með árshátíð LK, sem haldin verður með pompi og prakt á sama stað. Við minnum á að aðalfundurinn er opinn fyrir alla kúabændur landsins sem og fyrir annað áhugafólk um nautgriparækt. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.
Dagskrá aðalfundarins í dag:
Kl. 8:00 Nefndastörf
Kl. 11:30 Kosning formanns
Kl. 12:00 Hádegisverður
Kl. 13:00 Afgreiðsla mála
Kl. 15:00 Kaffihlé
Kl. 15:20 Afgreiðsla mála/kosningar
Kl. 16:30 Önnur mál
Kl. 17:00 Fundarlok
Kl. 19:00 Árshátíð Landssambands kúabænda á Hótel Selfossi
– Fyrirmyndarbúi Landssambands kúabænda 2018 veitt viðurkenning /SS