Beint í efni

Aðalfundur LK og Fagþing nautgriparæktarinnar í dag

06.04.2018

Í dag hefst aðalfundur LK og verður hann haldin á Hótel Selfossi og hefst fundurinn klukkan 10. Líkt og fyrri ár verður Fagþing nautgriparæktarinnar haldið samhliða fundinum og verður það sett kl. 13.00 og lýkur 16:30. Aðalfundurinn heldur svo áfram eftir lok Fagþingsins m.a. með ávarpi landbúnaðarráðherra. Fundinum verður haldið áfram laugardaginn 7. apríl og líkur að vanda með árshátíð LK, sem haldin verður með pompi og prakt á sama stað.

Dagskrár bæði aðalfundarins og Fagþingsins er að finna hér fyrir neðan og rétt er að minna á að bæði aðalfundurinn og Fagþingið er opið fyrir alla kúabændur landsins sem og fyrir annað áhugafólk um nautgriparækt. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.

Dagskrá:
Föstudaginn 6. apríl
Kl. 10:00 Fundarsetning, kosning starfsmanna fundarins, kjörbréfa- og uppstillingarnefndar
Kl. 10:15 Skýrsla stjórnar. Arnar Árnason, formaður LK og Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK
Kl. 11:00 Ávörp gesta og umræður um skýrslu stjórnar
Kl. 12:00 Léttur hádegisverður
Kl. 13:00 Setning á Fagþingi nautgriparæktarinnar Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs í nautgriparækt
Kl. 13:05 Verðlaun fyrir besta nautið í árgangi 2010 – Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður nautgriparæktar, RML
Kl. 13:15 Frá heimsráðstefnunni um búfjárkynbætur – Baldur Helgi Benjamínsson
Kl. 13:35 Losun gróðurhúsalofttegunda – Stefán Gíslason, Environice
Kl. 14:00 Yfirlit nýlokinna verkefna og í vinnslu – Guðmundur Jóhannesson
Kl. 14:15 Mælidagalíkan fyrir íslenska kúastofninn – Jón Hjalti Eiríksson
Kl. 14:35 Fyrirspurnir og umræður
Kl. 14:50 Kaffihlé
Kl. 15:10 Erfðamengisúrval, staða verkefnisins og næstu skref – Baldur Helgi Benjamínsson
Kl. 15:30 SpermVital – fyrstu tölur um notkun og árangur – Guðmundur Jóhannesson
Kl. 15:50 Hagrænt vægi eiginleika, staða verkefnisins – Kári Gautason
Kl. 16:10 Umræður
Kl. 16:30 Fagþingi slitið
Kl. 16:30 Aðalfundi LK fram haldið á Hótel Selfossi.
– Ávarp landbúnaðarráðherra.
– Niðurstöður kjörbréfanefndar lagðar fram, almennar umræður, skipan í nefndir, málum skipað til nefnda og nefndastörf.
Kl. 19:00 Kvöldverður í boði styrktaraðila.

Laugardaginn 7. apríl
Kl. 8:00 Nefndastörf
Kl. 11:30 Kosning formanns
Kl. 12:00 Hádegisverður
Kl. 13:00 Afgreiðsla mála
Kl. 15:00 Kaffihlé
Kl. 15:20 Afgreiðsla mála/kosningar
Kl. 16:30 Önnur mál
Kl. 17:00 Fundarlok
Kl. 19:00 Árshátíð Landssambands kúabænda á Hótel Selfossi
– Fyrirmyndarbúi Landssambands kúabænda 2018 veitt viðurkenning /SS