
Aðalfundur LK og Fagþing nautgriparæktarinnar á morgun!
23.03.2017
Á morgun verður aðalfundur LK haldinn á Hótel KEA á Akureyri og hefst fundurinn kl. 10. Dagskrá fundarins verður með hefðbundnum hætti (sjá hér fyrir neðan). Kl. 12:30 hefst svo Fagþing nautgriparæktarinnar og mun það standa til kl. 16:30 er aðalfundurinn heldur áfram.
Við minnum á bæði aðalfundurinn og Fagþingið er að sjálfsögðu opið fyrir alla kúabændur landsins sem og fyrir annað áhugafólk um nautgriparækt. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta.
Dagskrá:
Föstudagur 24. mars. Hótel KEA, Hafnarstræti 87-89, Akureyri
Kl. 10:00 Fundarsetning, kosning starfsmanna fundarins, kjörbréfa- og uppstillingarnefndar
Kl. 10:15 Skýrsla stjórnar, Arnar Árnason, formaður LK og Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK
Kl. 11:00 Ávörp gesta og umræður um skýrslu stjórnar
Kl. 12:00 Léttur hádegisverður
Kl. 12.30 Setning á Fagþingi nautgriparæktarinnar, Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs í nautgriparækt
Kl. 12.35 Verðlaun fyrir besta nautið í árgangi 2009, Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður nautgriparæktar hjá RML
Málstofa 1
Kl. 12.40 Erfðamengisúrval, Baldur Helgi Benjamínsson, verkefnisstjóri Erfðamengisúrvals
Kl. 13.10 Innflutningur fósturvísa, Sigurður Loftsson, stjórnarformaður NautÍs.
Kl. 13.25 Breytingar á Nautastöð BÍ og SpermVital, Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir Nautastöðvar BÍ
Málstofa 2
Kl. 13.40 Kynning á yfirstandandi verkefnum í nautgriparækt, Guðmundur Jóhannesson, ábyrgðarmaður nautgriparæktar hjá RML
Kl. 13.55 Nýjungar í bútækni og möguleikar á breytingum, Sigtryggur Veigar Herbertsson, ábyrgðarmaður í bútækni hjá RML
Kl. 14.20 Fjármögnun framkvæmda, Runólfur Sigursveinsson, fagstjóri hjá RML
Kl. 14.40 Kaffihlé
Málstofa 3
Kl. 15.00 Staða og horfur í mjólkurframleiðslu, Bjarni Ragnar Brynjólfsson, skrifstofustjóri samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði
Kl. 15.20 Staða og horfur í framleiðslu nautakjöts, Ágúst Andrésson, formaður landssamtaka sláturleyfishafa
Kl. 15.40 Arðsemi og möguleikar til hagræðingar við framleiðslu mjólkur og nautakjöts, Runólfur Sigursveinsson, fagstjóri hjá RML
Kl. 16.00 Fyrirspurnir og ráðstefnuslit
Kl. 16.30 Aðalfundi LK fram haldið á Hótel KEA. Niðurstöður kjörbréfanefndar lagðar fram, almennar umræður, skipan í nefndir, málum skipað til nefnda og nefndastörf.
Kl. 19.00 Kvöldverður í boði styrktaraðila
Laugardagur 25. mars. Hótel KEA, Hafnarstræti 87-89, Akureyri
Kl. 8.00 Nefndastörf
Kl. 11.30 Kosning formanns
Kl. 12.00 Hádegisverður
Kl. 13.00 Afgreiðsla mála
Kl. 15.00 Kaffihlé
Kl. 15.20 Afgreiðsla mála/kosningar
Kl. 16.30 Önnur mál
Kl. 17.00 Fundarlok
Kl. 19.00 Árshátíð Landssambands kúabænda í Hofi
Fyrirmyndarbúi Landssambands kúabænda 2017 veitt viðurkenning