Aðalfundur LK og Fagþing í beinni útsendingu í dag!
31.03.2016
Aðalfundur Landssambands kúabænda 2016 verður settur í ráðstefnusal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 í Reykjavík í dag kl. 10.00 árdegis. Fundinum verður fram haldið á morgun á Hótel Sögu.
Líkt og í fyrra verður Fagþing nautgriparæktarinnar haldið samhliða aðalfundinum og er stefnt að setningu þess kl. 12.30 í áðurnefndum fundarsal ÍE.
Dagskrá aðalfundarins og Fagþingsins er að finna hér, en bæði aðalfundurinn og Fagþingið er að sjálfsögðu opið fyrir alla kúabændur landsins sem og fyrir annað áhugafólk um nautgriparækt. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta/SS.