Aðalfundur LK í dag
22.03.2013
Aðalfundur Landssambands kúabænda hefst í dag kl. 10. Fundurinn er að þessu sinni haldinn á Icelandair Hótel Héraði á Egilsstöðum. Líkt og undanfarin ár verður fundurinn í beinni útsendingu útsendingu en hlekkur á útsendinguna er hér til vinstri á vefnum. Dagskrá fundarins er sem hér segir:
Föstudagur, 22. mars 2013
Kl. 10:00 Fundarsetning, kosning starfsmanna fundarins og kjörbréfa- og uppstillingarnefndar
Kl. 10:10 Skýrsla stjórnar – Sigurður Loftsson, formaður LK
Kl. 10:40 Ávörp gesta/umræður um skýrslu stjórnar
Kl. 11.15 Niðurstöður viðhorfskönnunar LK 2013. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK.
Kl. 13:00 Dýravelferð og eftirlit – Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir.
Kl. 13.30 Leiðbeiningar um góða búskaparhætti. Snorri Sigurðsson, ráðgjafi við Þekkingarsetur landbúnaðarins í Danmörku.
Kl. 14.00 Niðurstöður kjörbréfanefndar lagðar fram
Kl. 14.10 Almennar umræður
Kl. 16:00 Skipan í nefndir, málum skipað til nefnda og nefndastörf
Kl. 18:00 Fundi frestað
Laugardagur, 23. mars 2013
Kl. 8:00 Nefndastörf
Kl. 13:00 Afgreiðsla mála
Kl. 16:00 Kosningar
Kl. 16:30 Önnur mál
Kl. 17:00 Áætluð fundarlok
/SS