
Aðalfundur LK hófst kl. 10 með ræðu formanns
16.04.2004
Aðalfundur LK var settur nú kl. 10 í morgun með setningarræðu formanns LK, Þórólfs Sveinssonar. Í setningarræðunni kom Þórólfur m.a. inn á frumvarp landbúnaðarráðherra um stofnun nýs landbúnaðarháskóla. Hvað hann það fagnaðarefni fyrir íslenskan landbúnað og velti því ennfremur upp hvort ekki ætti að færa Hagþjónustu landbúnaðrins einnig í hina nýju stofnun, þannig að efla mætti enn frekar hagrannsóknir í landbúnaði, sem hann taldi að væru ekki nægar. Ræða Þórólfs er í heild á vefnum og má sjá með því að smella hér.