Beint í efni

Aðalfundur LK hefst í dag á Hótel KEA

25.03.2011

Aðalfundur Landssambands kúabænda verður settur í dag á hótel KEA á Akureyri og hefst fundurinn kl. 10 með hefðbundinni dagskrá s.s. skýrslu stjórnar og ávörpum gesta. Eftir hádegismatinn verða flutt tvö afar áhugaverð erindi. Annars vegar flytur Daði Már Kristófersson, hagfræðingur, erindi um áhrif kynbóta á framleiðni íslenskra kúabúa og hins vegar flytur Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK, erindi um stefnumörkun nautgriparæktarinnar 2021.

 

Fundurinn er opinn öllum og við hvetjum alla sem hafa tök á að fylgjast með störfum fundarins að gera það, annað hvort á staðnum eða hér á vefnum en sýnt verður beint frá fundinum á naut.is. Hlekkur á útsendinguna birtist á vefnum rétt fyrir útsendingu.

 

Hægt er að lesa nánar um dagskrá fundarins og fleiri gagnlegar upplýsingar með því að smella á flipann „Aðalfundur LK 2011“ hér vinstramegin á síðunni eða með því að smella hér. /SS