Beint í efni

Aðalfundur LK hefst á morgun!

22.03.2012

Á morgun hefst aðalfundur LK, sem að þessu sinni verður haldinn á Hótel Selfossi og mun fundurinn standa í tvo daga. Fundurinn verður settur kl. 10 árdegis en auk hefðbundinna aðalfundarstarfa eru þrjú erindi á dagskrá fundarins: Kjartan Poulsen, kúabóndi og formaður Landsforeningen af danske mælkeproducenter flytur erindi um uppbyggingu, starfsemi og fjámögnun þessara systursamtaka LK í Danmörku. Þá munu þau Magnús B. Jónsson og Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir, nautgriparæktarráðunautar BÍ, flytja erindi um framtíðarhorfur í kynbótastarfi nautgriparæktarinnar og Daði M. Kristófersson, dósent í náttúruauðlindahagfræði, mun flytja erindi um verðlagningu mjólkur.

 

Að loknum erindum og umræðum um skýrslu stjórnar og reikninga hefjast svo hefðbundin aðalfundastörf en áætluð lok fundarins eru um kl. 17 á laugardaginn. Árshátíð LK verður síðan haldin á Hótel Selfossi um kvöldið og opnar húsið um kl. 19.

 

Fundurinn er að sjálfsögðu opinn öllu áhugafólki um nautgriparækt en hægt er að lesa nánar um fundinn á með því að smella á hlekkinn ”Aðalfundur LK 2012” hér vinstramegin á síðunni, eða með því að smella hér/SS.