Beint í efni

Aðalfundur LK haldinn í S-Þingeyjasýslu

07.08.2001

Aðalfundur LK verður haldinn dagana 21. og 22. ágúst nk. í félagsheimilinu Skjólbrekku við Mývatn. Á fundinum verður kynnt skýrsla um framtíðarhorfur í Íslenskri nautgriparækt, birtar afkomutölur í kúabúskap fyrir árið 2000 og fjallað um skipulagningu og kynningu á NRF-málinu vegna fyrirhugaðra kosninga kúabænda landsins um málið.

Dagskrá fundarins hefst kl. 11 með setningarræðu formanns LK og ávörpum gesta. Kl. 14. heldur Jónas Bjarnason, forstöðumaður Hagþjónustu landbúnaðarins, erindi um afkomu kúabænda árið 2000 samkvæmt búreikningum. Kl. 14.30 kynnir EInar Matthíasson, formaður Rannís-nefndarinnar, skýrslu vinnuhópsins.

 

Gert er ráð fyrir að fundurinn standi til kl. 18 báða dagana.

 

Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um nautgriparækt.