Aðalfundur LK á næsta ári verður 7. og 8. apríl
20.04.2005
Á stjórnarfundi LK, sem haldinn var í gær, var ákveðið að næsti aðalfundur verði haldinn í Reykjavík í tilefni af 20. ára afmæli LK. Þegar liggur fyrir að fundurinn verður föstudaginn 7. og laugardaginn 8. apríl 2006. Þá var jafnframt ákveðið að hafa árshátíð kúabænda að kvöldi 8. apríl.