Beint í efni

Aðalfundur LK 2010

27.03.2010

Aðalfundur LK 26.-27.mars 2010 haldinn á Hótel Sögu, Reykjavík

 

1.Fundarsetning
Sigurður Loftsson formaður LK setti fund og bauð fólk velkomið til starfa. Kynnti tillögu  að fundarstjórum, þeim Jóhönnu Hreinsdóttur og Valdimar Guðjónssyni og var það samþykkt og tóku þau við stjórn fundarins. Þau kynntu tillögu að kjörbréfanefnd, þá Magnús Sigurðsson, Þóri Jónsson og Sif Jónsdóttir. Sömuleiðis kynntu þau  fundarritara aðalfundar, Runólf Sigursveinsson auk Snorra Sigurðsson sem skrifstofustjóra fundarins.

 

2. Skýrsla stjórnar – Sigurður Loftsson formaður LK
Formaður ræddi fyrst skuldamál kúabænda og þá stöðu sem hluti kúabænda er í  varðandi skuldamál sín. Skýlaus krafa er af hálfu LK að brugðist verði við með þeim hætti að þau bú sem voru rekstrarhæf fyrir hrun komist í gegnum það ástand sem varð í kjölfarið hrunsins.

Afleiðingar hrunins fyrir um einu og hálfu ári birtust meðal annars í því að farið var í endurskoðun á mjólkursamningi kúabænda og ríkisvaldsins. Sú endurskoðun var samþykkt í atkvæðagreiðslu meðal kúabænda á liðnu ári. Framlag kúabænda og/eða eftirgjöf á áður gerðum samningi nemur um 400 milljónum á þessu ári eða á milli 3-4 kr/l innan greiðslumarks.

Þá fjallaði formaður um sölu- og markaðsmál en tekist hefur að halda uppi svipaðri sölu og var áður en tilfærsla hefur orðið í þá veru  að ódýrari mjólkurvörur seljast betur en  ýmsar dýrari vinnsluvörur. Jafnframt gat hann um væntingar um að réttarstaða kúabænda sem framleiða mjólk á innanlandsmarkað innan greiðslumarks  verði bætt enda hefði það verið ein forsenda þess að kúabændur tóku upp fyrri samning.

Formaður fjallaði síðan um ákvörðun verðlagsnefndar frá 7.júlí sl um breytingar á heildsöluverði mjólkur og  mjólkurafurða. Ákveðnar hækkanir urðu á heildsöluverði  en verð til framleiðenda breyttist ekkert. Framleiðsla og sala nautgripakjöts hefur haldist í jafnvægi síðustu mánuði en engin verðhækkun hefur þar átt sér til framleiðenda síðustu tvö ár og brýnt að taka þar til endurskoðunar verð til framleiðenda í ljósi aðfangahækkana.

Þá fjallaði formaður um ESB-umsókn ríkisstjórnar. Framkvæmdarstjóri LK á sæti í landbúnaðarhóp til undirbúnings viðræðna um aðild. Gagnrýndi þá málsmeðferð að sækja um ESB-aðild miðað við þær aðstæður sem íslenskt samfélag býr núna við. Niðurfelling tolla mun valda verulegum innflutningi landbúnaðarvara, m.a. mjólkurvara.

Á síðasta aðalfundi var til umfjöllunar bráðabirgðaálit stefnumörkunarhóps sem þá hafði verið starfandi um nokkurt skeið. Þar kom m.a fram að til að takast á við framtíðina þurfum við að leita allra leiða til að lækka framleiðslukostnað, bæði í frumframleiðslu og vinnslu. Gat um álit skýrslu Rannsóknaráðs árið 2001 um framtíð nautgriparæktarinnar. Þar var varað við mikilli fjárfestingu á kúabúunum sem þá þegar var orðin. Allir vita hvað hefur skeð síðan.

Stjórn LK hefur í samstarfi við Auðhumlu ákveðið að þróa stefnumörkunarvinnuna áfram enda ljóst að hagsmunir mjólkurframleiðenda og vinnslunnar  verða ekki aðskildir.

 

3. Ávörp gesta
Haraldur Benediktsson formaður BÍ ræddi fyrst fjármál bænda og gat um þá vinnu sem unnið hefur verið að af hálfu BÍ vegna skuldastöðu bænda. Meðal annars ályktun frá stjórn BÍ frá því í desember sl. Þar er meðal annars ályktað um nauðsyn almennra leiðréttinga og síðan sértækra lausna. Mikil vinna hefur verið unnin af ráðgjöfum búnaðarsambandanna og Bændasamtakanna til að átta sig á stöðunni. Hins vegar hefur staðið á lausnum til framtíðar. Ýmis mismunandi verkefni hafa komið upp sem tekist hefur á um. Meðal annars um svokölluð biðlán. Þar skortir mjög sterkari grunn hvað verður um þau lán eftir boðuð þrjú ár.
Mikilvægi samstöðu um þessi mál er forsenda þess að takist að ná sátt um niðurstöðu. Nýjast í þessum málum er að BÍ hefur ráðið Helga Jóhannesson hrl.  til aðstoðar við bændur við lokasamningagerð. Þá hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið unnið að þessum málum og lagt sitt til að koma málum áfram.

Þá ræddi Haraldur  stöðu búnaðarlagasamnings en hann rennur út í lok þessa árs. Gat um að BÍ hefur lagt áherslu að fá fram nýjan samning. Þetta mál verður að skýrast næstu vikur.
Þá ræddi hann um ESB-aðildina og mikilvægi þess að bændur stæðu saman varðandi þau mál. Loks ræddi hann málefni Lífeyrissjóðs bænda en þar hafa dregið úr framlögum frá ríkisvaldinu.

Kjartan Ólafsson formaður stjórnar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins þakkaði fyrir skýrslu stjórnar LK og gat um þá náttúruvá sem nú er á Suðurlandi en jafnframt að nú nýtur ferðaþjónustan þessa á svæðinu. Gat um framlag Framleiðnisjóð í þá grein sérstaklega en nú er hámarksframlag til nýrra verkefna orðið 2,6 milljónir króna. Mikill vöxtur og kraftur er í samtökunum „Beint frá býli“. Þessa dagana er stjórn Framleiðnisjóðs að fara yfir umsóknir vegna  rannsókna- og þróunarstarfs.  Þar eru mjög spennandi umsóknir varðandi nautgriparæktarina.

Atli Gíslason formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar þakkaði boð á fundinn, nefndin hefur fundað með hagsmunaaðilum um skuldamál bænda. Ræddi síðan um þann   forsendubrest sem hefur orðið, sem fólst m.a. í að bankarnir buðu erlend lán af miklu kappi á sínum tíma. Það er gott samstarf milli ráðherra landbúnaðarmála, hagsmunasamtaka og bænda um þessi mál og hann væntir þess að það verði áfram.
Egill Sigurðsson formaður MS ræddi samstarf iðnaðarins og kúabænda, þessir aðilar eru ein heild  og þurfa að vinna saman. Mjólkuriðnaðurinn hefur áhyggjur af stöðu einstakra bænda og vonandi tekst að koma þeim búum, sem höfðu rekstrargrunn fyrir hrun, á eðlilegan rekstrargrunn.
Ræddi síðan um ESB-mál og framtíðina. Umsókn um aðild eykur alla óvissu næstu ára og erfitt að vinna að einhverri stefnumörkun þegar slíkt ástand ríkir. Hins vegar er þörf á að taka stöðuna á hverjum tíma og greinin þarf að takast á við óvissa framtíð. Það verði m.a. gert með sameiginlegri stefnumörkun.

Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri SAM  færði fundinum kveðjur stjórnar og starfsmanna SAM. Síðustu ár hefur mjólkuriðnaðurinn verið að skipuleggja sig til framtíðar til að takast á við harðandi tíma. Hvatti bændur til að takst á við framtíðina með það í huga hvað áunnist hefur síðustu ár. Mikil hagræðing hefur átt sér stað bæði meðal bænda og iðnaðarins. Stærsta mál þessarar þjóðar eru björgunarstörf vegna hrunsins en ekki ESB-aðild. Sækja þarf fram á þeim grunni sem unnið hefur verið af kúabændum og fyrirtækjum þeirra í mjólkuriðnaði síðustu ár.

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lýsti ánægju með boð á fundinn. Ræddi um endurskoðun á mjólkursamningi sem gerð var á liðnu ári. Samningurinn var lengdur fram til ársloka 2014. Þessi samningur var grunnur að ýmsum öðrum málum sem ríkistjórnin hefur unnið að. Matvælafrumvarpið varð loks að lögum en barátta ýmissa, meðal annars LK, leiddi til þess að það tókst að viðhalda banni við innflutningi á hráu kjöti. Sumir bændur eru mjög skuldsettir í kjölfar fjárfestinga síðustu ára. Ráðuneytið hefur komið að þessum málum á ýmsan hátt m.a. með viðræðum við bankastofnanir. Velti fyrir sér hvort ástæða er til að lögbinda framsal mjólkurkvóta við viðkomandi sveitarfélög eða skattleggja sölu greiðslumarks  sérstaklega vegna þessara sérstöku aðstæðna sem við búum núna við. Er ástæða er til að stöðva tímabundið framsal meðan unnið er að uppbyggingu kvótamarkaðar.  Eins hvort ástæða er til að setja ákveðin stærðarmörk á bústærð.
Sem betur fer höfum við afurðastöðvar í félagslegri eign og það  er mikils virði í dag.  Landbúnaðurinn nýtur velvilja almennings í dag. Hins vegar er það alls ekki sjálfgefið sbr. umræðuna um sjávarútvegsmálin. Tæplega 700 greiðslumarkshafar eru núna í mjólkurframleiðslu, samþjöppun hefur átt sér stað síðustu ár. Hversu langt á þessi samþjöppun að ganga, hornsteinn velvilja þjóðarinnar í garð landbúnaðarins er að viðhalda fjölskyldueiningunni sem grunneiningu.
Störfum í mjólkuriðnaði hefur fækkað undanfarin ár og vonandi gerist það í kjölfarið að til verði hagfelldari eining til framtíðar.
Ræddi nýbreytnina sem felst í verkefninu „Beint frá býli“ , þar eru vissir möguleikar til að auka sölu mjólkurvara og nautakjöts.
Vinna við undirbúning aðildarviðræðna að ESB tekur mikinn tíma af hálfu ráðuneytis. Við verðum að vera mjög á varðbergi og tryggja sem best fæðuöryggi þjóðarinnar.

Að lokum bað hann fundarmenn að velta fyrir sér, hvar við stæðum í dag ef við hefðum ekki öflugan landbúnað ? Við hefðum þá þurft að eyða dýrmætum gjaldeyri til að fá þessar vörur erlendis frá,  á borð neytenda.

 

4. Umræður
Valgerður Kristjánsdóttir
  ræddi tekjur kúabænda, nautakjöt hefur ekki hækkað í tvö ár. Þörf er einnig á verðhækkun mjólkur til bænda. Skorar á Jón Bjarnason að beita sér fyrir því að draga umsókn um aðild að ESB til baka. Varaði við því að setja takmörk á kvótasölu og einnig á stærðarmörk.
Sigurgeir Hreinsson þakkaði skýrslu formanns og ávörp gesta. Vakti athygli á því að ráðherra sagði ekkert frá framtíð búnaðarlagasamnings. Þetta er ein af undirstöðum á félagslegu starfi í landbúnaðinum. Þurfum svar við þessu strax.
Ræddi jafnframt  og spurði um hvað liði sektarákvæði í búvörusamningi um mjólkurframleiðslu utan greiðslumarks inn á innanlandsmarkað.
Vakti athygli á orðum ráðherra um tímabundna stöðvun á framsali og koma á kvótamarkaði
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra svaraði Sigurgeir varðandi búnaðarlagasamning, vinna er hafin til að fara yfir hann í ráðuneytinu. Þetta mál tengist síðan fjárlagagerð fyrir 2011. Því fyrr sem þetta mál skýrist, því betra fyrir alla. Það sama gildir um Lífeyrissjóð bænda, þar hefur verið skipaður starfshópur undir forystu fjármálráðuneytisins.
Varðandi stærð búa og greiðslumark, þá er þar ákveðin tilvísun yfir í sjávarútveginn varðandi verðmyndun t.d. á þorski. Spurning er síðan hvert er „eðlilegt“ verð út frá markaðsaðstæðum og verð á mjólk til framleiðenda og síðan áfram til neytenda.
Loks sagði hann frá frumvarpi um breytingu á búvörulögum um forgang greiðslumarkshafa að innanlandsmarkaði. Á von á að umrætt frumvarp komi fram á Alþingi á næstu vikum.

 

5. Erindi
Runólfur Sigursveinsson: Skuldastaða kúabænda
Gerði stuttlega grein fyrir heildarskuldum kúabænda eins og má álykta út frá gögnum frá Hagþjónustu landbúnaðarins. Alls eru skuldir rúmlega 40 milljárðar sem hvíla á búgreininni. Gat um þá miklu breytingu sem hefur orðið á neysluverðsvístölu síðustu ár og því háa vaxtastigi sem hefur verið samhliða. Allmargir kúabændur fóru því í erlenda lántöku enda vaxtastig þar allt annað en á innlenda markaðnum. Gat um helstu lánaflokka sem kúabændur eru með en vakti jafnframt athygli á því að meirihluti kúabænda er í tiltölulega góðum málum m.t.t. skuldastöðu en um 65 til 70% kúabænda eru með skuldir innan eðlilegra marka. 15-25% kúabænda munu komast í gegnum þetta með þeim aðgerðum sem eru í boði en 10-15% þurfa sértækar lausnir. Nefndi síðan þær lausnir sem hafa verið í boði, greiðslujöfnun, lækkun höfuðstóls erlendra lána og loks sértæk skuldaaðlögun sem eingöngu hefur verið kynnt af Arionbanka. Engin slík mál hafa fengið lokaafgreiðslu en liðnir eru 6-7 mánuðir frá því að aðferðafræðin var kynnt upphaflega af hálfu bankans.
Runólfur vakti athygli fundarmanna á því hvers eðlis skuldsetningin væri, fyrir utan byggingar væru áberandi lán og skuldsetning vegna tækja og eins vegna kvótakaupa. Dæmi eru um að yfir 50% greiðslna einstakra bænda vegna skulda séu til fjármögnunarfyrirtækja. Varðandi síðan úrlausn skuldamála þá þarf að vekja athygli á því að samniningsstaða bænda er að ýmsu leyti góð, yfirleitt góð viðskiptasaga, traust tekjuflæði og síðan að rekstur búsins og heimilis er oftast samtvinnað.

 

Þórólfur Sveinsson: Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu Sagði frá því að þegar fram kom þingsályktanir  um að sækja um aðild að ESB, þá hefðu LK og SAM ákveðið að starfa saman að hagsmunagæslu í tengslum við málið. Fyrsta samstarfsverkefnið var að skila umsögn um fyrrnefndar  tillögur. Frá þeim tíma hefur verið reynt að fylgjast sem best með framvindu málsins með gagnaöflun, fundahöldum og eftir öðrum tiltækjum leiðum hveju sinni. Fyrir liggur að nautgriparæktin  er stærsta grein íslensks landbúnaðar með um 54% af heildarveltu árið 2008. Það er því grundvallaratriði fyrir íslenskan landbúnað og íslenskt dreifbýli  hvernig nautgriparræktinni reiðir af.
Ræddi  síðan um stöðu íslensku framleiðslunnar í samanburði við mögulegan innflutning m.t.t. innflutningsverndar.
Óskað hefur verið eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að endurreiknaðar verði upplýsingar  sem voru unnar á sínum tíma og fram komu í skýrslu starfshóps á vegum Utanríksráðuneytis. Þannig verði reynt að finna hver stuðningurinn við mjólkurframleiðsluna yrði miðað við þær forsendur sem þar eru gefnar.
Ræddi síðan samkeppni á markaði út frá stærð afurðastöðva milli Íslands og t.d Arla.
Ljóst er hvaða vörutegundir munu láta undan og ljóst að núverandi forsendur að mjólkurframleiðslu á Íslandi eru brostnar að óbreyttu.
Ólíklegt að sú sundrung sem ríkir hér um aðild að ESB í samfélaginu skili góðri niðurstöðu.
Næstu tímamót í umsóknarferlinu er að samningsmarkmiðin verða skilgreind. Hins vegar er óvissan mjög mikil hvernig markmiðin verða  í raun.

 

Daði Már Kristófersson:  Efnahagsleg staða greinarinnar og framtíðarhorfur.

Stærstu óvissuþættirnir  um framtíð íslenskrar nautgriparæktar eru meðferð skuldamála, hver verður þróun kostnaðar við framleiðsluna,  síðan óvissan varðandi tekjugrunn og loks stuðningur ríkisvaldsins við framleiðsluna.

Lækkun kostnaðar er lykilatriði til framtíðar. Miðað við upplýsingar frá  ESB um  kostnaðarsamsetningu í mjólkurframleiðslu , þá virðast allir kostnaðarþættir vera ódýrari þar en hér nema fóður  ef miðað er við lönd eins og  Bretland, Svíþjóð og Danmörku. Sérstaklega stöndum við höllum fæti vegna mikils vaxtakostnaðar og afskrifta.
Hins vegar eru tekjur á kr/l mun hærri hér en í samanburðarlöndum. Kostnaður vegna kvótaviðskipta hér á landi er mjög íþyngjandi fyrir greinina og sífellt meira og meira fer til fyrrverandi bænda og til banka en sífellt minna til starfandi bænda.
Spurning er þá hvernig hægt er að bregðast við þessum kostnaði. Ein leið er að gera ekkert og vonast til að umhverfið verði eins og það hefur verið með innflutningsvernd og miklum ríkisstuðningi í formi beingreiðslna. Þar með liggur greinin mjög vel við höggi ef innflutningsverndin yrði aflögð að hluta eða öllu leyti.
Lækka má langtímakostnað með breytingum á kvótakerfinu en breytingar leiða til þess að einhverjir hagnast og aðrir tapa. Kúabændur myndu tapa til skamms tíma en ná að halda markaði.
Ef á að afnema kvótakerfið þá þýðir það afnám opinberrar verðlagningar. Þá yrði að velja um tvær leiðir varðandi verðlagningu, frjáls markaður eða verðákvörðun í gegnum afurðasölufélag, grunnverð auk verðs eftir á. Hvor leiðin sem farin yrði hefði í för með verðsveiflur  og  lægra verð en bætti einnig samkeppnisskilyrði greinarinnar. Síðan er það spurningin um beingreiðslurnar.
Ein leið er að viðhalda óbreyttu formi, fara leið sauðfjárbænda, erfitt fyrir nýliða. Önnur leið væri að kaupa upp kvótann, sú leið hjálpaði skuldsettum bændum en skilur síðan greinina eftir óstudda í samkeppni við niðurgreiddan innflutning. Þriðja leiðin væri að verja þeim í framleiðslutengdan stuðning (garðyrkjuleiðin), slíkt skapar mikinn framleiðsluhvata og verðlækkun en jafnframt betri samkeppnisgrunn. Svona útfærsla kæmi skuldsettum bændum illa. Síðan gæti verið ákveðin  millileið með hluta beingreiðslna í uppkaup og síðan hluta sem áframhaldandi framleiðslustuðning.

Allar þessar leiðir leiða til afkomurýrnunar kúabænda í samanburði við núverandi kerfi. Á móti kemur bætt samkeppnisstaða á markaði og meiri möguleikar á útflutningi.
Í lokin dró Daði Már  efnisþættina saman og lagði áherslu  að núverandi greiðslumarkskerfi væri kerfi fyrrverandi bænda, kvótakerfið eykur framleiðslukostnað, skilvirkni kerfisins er fallandi , sífellt hærra hlutfall fjármuna fer til fyrrverandi bænda og banka. Til að komast út úr núverandi kerfi þarf að fara millileið, visst lag núna til breytinga vegna erfiðrar skuldastöðu greinarinnar. Mesta ógn mjólkurframleiðslunnar er hár framleiðslukostnaður sem verður að taka á til framtíðar ef greinin á að halda velli.

 

Einar Sigurðsson:  Stefnumótun LK og Auðhumlu

Ræddi fyrst um við hvaða starfsskilyrði bændur og iðnaðurinn byggi við. Kúabændur  eru með markaðinn og  samkvæmt fyrstu  grein í mjólkursamningi  bænda og ríkis, á samningurinn bæði að tryggja hagsmuni framleiðenda og neytenda. Bændur hafa í gegnum afurðasölufélagið  lagt áherslu á kostnaðarjöfnun milli landshluta. Í afurðavinnslunni hefur náðst veruleg  hagræðing síðustu fimm ár.  Í frumframleiðslunni hefur einnig átt sér hagræðing en stór hluti hennar felst í því að búum hefur fækkað og hluta ávinningsins farið út úr greininni til fyrrverandi bænda.
Velti fyrir sér samkeppnishæfninni ef umhverfið opnast, meira hefur áunnist í iðnaðinum en í frumframleiðslunni til hagræðingar. Vald smásölunnar er gífurlegt í dag. Þrjár keðjur á markaði og sú stærsta getur ráðið hvað er selt á hverjum tíma. Mikilvægi samstöðu bænda um afurðasöluna er afgerandi til framtíðar.
Við erum með tímabundið jafnvægi á markaði. Samstaðan tryggir ákveðið jafnræði.
Þarf þá nokkuð stefnumótun ? Nei ef við trúum því að framtíðin verði eins eða betri en nú er.
Ef ekki, þá þurfum að takast á við stefnumótun, breyting á tollmúrum gæti orðið mjög afgerandi. Stefnumótun er tæki til að fást við breytingar. Nokkrar lykilspurningar sem þarf að velta fyrir sér:

Hvar erum við stödd ? – Hvernig  komumst við hingað ? og hvert viljum við fara? 

Síðan þarf í að setja sér mælanleg og vel skilgreind markmið og hvenær eigi á að ná þeim. Markmiðið í þessu ferli er að tryggja framtíð greinarinnar.
Velti að lokum fyrir sér mismunandi hagsmunum meðal starfandi kúabænda með tilliti til kvótakerfis. Viðhorf bænda eftir  aldri hljóta að vera mjög mismunandi til kvótakerfisins.

 

6.Niðurstöður kjörbréfanefndar.- Magnús Sigurðsson
Formaður nefndarinnar, Magnús Sigurðsson, kynnti niðurstöður nefndarinnar:

Mjólkursamlag Kjalarnesþings
Jóhanna Hreinsdóttir  Káraneskoti
Magnús Hannesson  Eystri-Leirárgörðum
Mjólkurbú Borgfirðinga
Pétur Diðriksson   Helgavatni
Jón Gíslason   Lundi
Lárus Pétursson  Hvanneyri (varamaður)
Félag nautgripabænda við Breiðafjörð
Hallur Pálsson   Nausti
Bára  Sigurðardóttir  Lyngbrekku
Félag kúabænda í Ísafjarðasýslum
Sigmundur H. Sigmundsson Látrum
Nautgriparæktarfélag V-Húnavatnssýslu
Valgerður Kristjánsdóttir Mýrum 3
Pétur Sigurvaldason  Neðri-Torfustöðum
Félag kúabænda í A-Húnavatnssýslu
Magnús Sigurðsson  Hnjúki
Linda Ævarsdóttir  Steinnýjarstöðum
Félag kúabænda í Skagafirði
Þórarinn Leifsson  Keldudal
Guðrún Lárusdóttir  Keldudal
Valdimar Sigmarsson  Sólheimum
Búgreinaráð BSE í nautgriparækt
Trausti Þórisson  Hofsá
Sigurgeir Hreinsson  Hríshóli
Ásta Pétursdóttir  Hranastöðum
Jóhannes  Jónsson  Espihóli
Félag þingeyskra kúabænda
Friðgeir Sigtryggsson  Breiðumýri
Sif Jónsdóttir   Laxamýri
Ásvaldur Þormóðsson  Stóru-Tjörnum
Nautgriparæktarfélag Vopnafjarðar
Helgi Sigurðsson  Háteigi
Félag nautgripabænda á Héraði og Fjörðum
Jóhann Gísli Jóhannsson Breiðavaði
Gunnar Jónsson  Egilsstöðum
Nautgriparæktarfélag Austur-Skaftafellssýslu
Eiríkur Egilsson  Seljavöllum
Félag kúabænda á Suðurlandi
Þórir Jónsson   Selalæk
Valdimar Guðjónsson  Gaulverjabæ
Elín Sveinsdóttir  Egilsstaðakoti
Ólafur Helgason  Hraunkoti
Bóel Anna Þórisdóttir  Móeiðarhvoli (varamaður)
Guðbjörg Jónsdóttir  Læk
Ásmundur Lárusson  Norðurgarði (varamaður)
Arnheiður D. Einarsdóttir Guðnastöðum
Samúel U. Eyjólfsson  Bryðjuholti

 

4. Framhald umræðna:
Þórir Jónsson
ræddi skuldamál kúabænda og nauðsyn þess að bændur stæðu  saman  í þessum málum og mikilvægi þess að fylgja málum eftir.
Þá ræddi hann nauðsyn endurnýjunar búnaðarlagasamnings . Loks ræddi hann greiðslumarkskerfið og framtíð þess.
Eiríkur Egilsson þakkaði erindin hér á undan, orðinn vanur því að dregin sé upp dökk mynd af stöðu greinarinnar og framtíðinni. Hins vegar væri það þarft að fá upplýsingar um raunkostnað búgreinarinnar vegna þeirrar hamfara sem orðið hafa í efnahagsmálum. Ræddi kvótaverð og hvernig mætti hafa áhrif á verð, t.d. í gegnum skattalög. Gagnrýndi að ekki hafi tekist að koma breytingum á búvörulögum.
Pétur Diðriksson þakkaði störf stjórnar og erindin hér á undan. Við hljótum að hafa áhyggjur af skuldastöðu greinarinnar og samfélagsins í heild. Hvernig ætlum við að komast út úr þessu ? Það gerist að hluta með því að lífskjör þjóðarinnar rýrna verulega til framtíðar.  Við höfum stundum látið verðbólguna grynnka á þessu, stundum viðhaft skuldbreytingar.  Hins vegar eru þetta þvílíkar skuldir núna að þau úrræði duga ekki.
Sveinbjörn Sigurðsson þakkaði erindin sem flutt voru fyrr í dag. Ræddi kvótamáliln, nauðsyn aðgerða núna þegar verð fer upp í ákveðnar hæðir. Þegar rætt er um stefnumörkun fyrir greinina þá er það lykilatriði að ræða kvótann. Skuldastaðan er áhyggjuefni
Hallur Pálsson ræddi kynjamál í starfsnefndum, sú nefnd sem á að taka fyrir skuldamál er nær eingöngu skipuð  körlum.
Ásvaldur Þormóðsson  ræddi kvótamálin, þar hefur verið algjörlegt frjálsræði, hins vegar erum við eru bundin af opinberu kerfi í verðlagningu. Þessi verðmyndun á kvóta  er orðin verulega íþyngjandi fyrir stéttina. Forystumenn félagasamtaka þurfa að horfa á hlutina svolítið utan að og ekki vera bundnir af sínum þröngu hagsmunum sem kúabændur.
Gunnar Jónsson þakkaði ágæt erindi, taldi ástandið betra í þessari atvinnugrein en margra annarra. Það er verið að skera tugi eða hundruð milljarðar af smásöluversluninni án þess einu sinni að skipt sé um stjórnendur  eða eigendur. Stóra málið er  síðan ESB-aðildin, þessi smásöluaðilar eru  ráðandi í flutningum, innflutningi og með heildsöluna að verulega leyti líka.
Gat um orð ráðherra um að koma þyrfti í veg fyrir að kvóti, sem yrði laus þegar bú  yrðu gjaldþrota,  færi út fyrir viðkomandi svæði.
Fannst lítið rætt um nautkjötsmálin á fundinum og þau mál vart sýnileg í starfi stjórnar LK. Meirihluti þess kjöts sem er á markaði kemur frá mjólkurframleiðendum. Frá þessum fundi verður að koma einhver ályktun um stöðuna í þessum málum.

 

7. Skipan starfsnefnda og nefndarstörf
Valdimar Guðjónson kynnti starfsnefndir aðalfundar, formaður starfsnefndar 1 er Jóhannes Jónsson, formaður starfsnefndar 2 er Pétur Diðriksson og formaður starfsnefndar 3 er Guðbjörg Jónsdóttir. Nefndir hófu störf um kl 16.30 á föstudag og luku störfum um hádegisbil á laugardag.

 

8.Afgreiðsla mála

Starfsnefnd 1. Formaður Jóhannes Jónsson

 

1.1 Flutningsmaður: Jóhannes Jónsson
Breytingar á samþykktum LK. Flutningsmaður kynnti niðurstöðu nefndarinnar. Nefndin hafði unnið milli aðalfunda og lagði fram sameiginlega tillögu um breytingar á samþykktum. Jóhannes fór yfir tillögurnar en þær lágu frammi prentaðar með skýringum. Endanlegar tillögur að samþykktum voru eftirfarandi:

„1. gr.
Félög nautgripabænda á Íslandi mynda með sér samtök sem heita Landssamband kúabænda (skammst. LK). Heimili og varnarþing LK er á skrifstofu samtakanna.

2. gr.
Tilgangur LK er að sameina þá, sem stunda nautgriparækt í atvinnuskyni, um hagsmunamál sín og vinna að framgangi þeirra. Einnig að annast kynningar- og fræðslustarf um málefni búgreinarinnar og afla þeim stuðnings.
 
3. gr.
3.1. Rétt til aðildar að LK hafa öll svæðisbundin félög nautgripabænda á landinu, enda fari samþykktir þeirra ekki í bága við samþykktir LK. Aðildarfélög LK skulu vera sjálfstæð. Þau skulu setja sér samþykktir og halda félagatal.

Aðildarfélög LK eru eftirtalin:

Mjólkursamlag Kjarlanesþings
Mjólkurbú Borgfirðinga
Félag nautgripabænda við Breiðafjörð
Félag kúabænda í Ísafjarðarsýslum
Nautgriparæktarfélag Vestur Húnavatnssýslu
Félag kúabænda í Austur-Húnavatnssýslu
Félag kúabænda í Skagafirði
Búgreinaráð BSE í nautgriparækt
Félag Þingeyskra kúabænda
Félag nautgripabænda á Héraði og Fjörðum
Nautgriparæktarfélag Vopnafjarðar
Nautgriparæktarfélag Austur-Skaftafellssýslu
Félag kúabænda á Suðurlandi

3.2. Nautgripabóndi telst hver sá sem stendur að framleiðslu mjólkur eða nautgripakjöts og leggur í afurðastöð.
3.3. Sæki tvö félög um aðild, sem hafa að einhverju eða öllu leyti sama félagssvæði, skal stjórn LK leitast við að ná samkomulagi um málið. Takist það ekki skal stjórnin leggja fram tillögu fyrir aðalfund LK hversu með skuli fara og er afgreiðsla hans fullnaðarúrskurður í málinu.
3.4. LK ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með eignum sínum, en hvorki aðildarfélögin né einstakir félagsmenn.

 4. gr.
Aðild LK að öðrum félagasamtökum er háð samþykki aðalfundar.

5. gr.
5.1. Aðalfund skal halda árlega og hefur hann æðsta vald í öllum málefnum LK.
5.2. Aðalfund sitja með fullum réttindum fulltrúar aðildarfélaganna kosnir á aðalfundum þeirra í leynilegri kosningu. Sé starfrækt innan viðkomandi aðildarfélags trúnaðarmannaráð, sem kosið er á aðalfundi með framangreindum hætti og innifelur a.m.k. tvöfaldan þann fjölda fulltrúa sem félaginu ber, er aðalfundi þess heimilt að vísa fulltrúakjörinu þangað. 
5.3. Fjöldi fulltrúa frá hverju félagi skal miðast við fjölda nautgripabænda á félagssvæðinu sem skrifaðir hafa verið fyrir innleggi mjólkur eða nautgripakjöts í afurðastöð árið fyrir aðalfund. Skal einn fulltrúi kosinn á aðalfund fyrir hverja byrjaða 27 nautgripabændur.
Lögaðilar svo sem einkahlutafélög, félagsbú eða sameignarfélög geta einnig talist nautgripabændur samkvæmt þessari grein.
Komi upp ágreiningur um fjölda nautgripabænda sem telja til fulltrúakjörs hjá hverju aðildarfélagi skal stjórn LK úrskurða um málið eftir að hafa aflað upplýsinga frá afurðastöðvum.
5.4. Stjórnarmenn og skoðunarmenn ásamt varamönnum þeirra hafa málfrelsi og tillögurétt á aðalfundi ásamt búnaðarþingsfulltrúum LK. Aðalfundurinn er opinn til áheyrnar öllum félagsmönnum aðildarfélaganna. Óski fleiri aðilar en hér er getið um, eftir að sitja aðalfund með málfrelsi og tillögurétt skal það borið undir fundinn.
5.5. Á dagskrá skal vera:
a) Skýrslur stjórnar og nefnda um félagsstarfið og umræður um þær.
b) Afgreiðsla reikninga fyrir næst liðið almanaksár.
c) Tillögur og erindi til umræðu og afgreiðslu.
d)  Kosningar
I. Kjör formanns til eins árs.
II. Kjör fjögurra meðstjórnenda og 1. og. 2. varamanns til eins árs.
III. Kjör tveggja skoðunarmanna fyrir reikninga LK og eins til vara til eins árs.
IV. Kjör aðal- og varafulltrúa á Búnaðarþing til þriggja ára.
e) Fjárhagsáætlun til næsta árs.
f) Önnur mál.
5.6. Aðalfund skal boða fyrir 10. janúar ár hvert til stjórna aðildarfélaganna. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.
 
6. gr.
Aukafund skal halda þyki stjórn LK sérstök nauðsyn bera til og jafnan þegar aðildarfélög, eitt eða fleiri, með samtals a.m.k ¼ félagatölu LK, óska þess, enda sé þá fundarefni tilgreint. Aukafund skal boða með minnst 7 daga fyrirvara. Um rétt til fundarsetu á aukafundum gilda sömu reglur og á aðalfundi.
 
7. gr.
7.1. Stjórn LK skipa fimm menn kosnir á aðalfundi leynilegri kosningu.
7.2. Fyrst skal kosinn formaður í beinni kosningu. Fái enginn meira en helming greiddra atkvæða skal kosið aftur bundinni kosningu milli þeirra tveggja sem flest atkvæði hlutu.
Síðan skal kjósa fjóra meðstjórnendur. Stjórnin skiptir með sér verkum varaformanns, ritara og meðstjórnenda svo fljótt sem kostur er.
7.3. Heimilt er að skipa nefnd á aðalfundi til undirbúnings stjórnarkjörs, en gætt skal jöfnuðar milli landshluta við skipan hennar.
 
8. gr.
8.1. Hlutverk stjórnar er að annast málefni félagsins milli félagsfunda og sjá um að þau séu jafnan í sem bestu horfi. Hún ræður starfsfólk og veitir prókúru fyrir félagið.
8.2. Undirskriftir þriggja stjórnarmanna þarf til að skuldbinda félagið.
 
9. gr.
9.1. Formaður boðar til stjórnarfunda þegar ástæða þykir til og stjórnar þeim. Þó er honum skylt að boða fund ef tveir stjórnarmenn óska þess, enda sé þá fundarefnið tilgreint. Stjórnarfundur er lögmætur sé meirihluti stjórnar á fundi.
9.2. Stjórn LK skal skrá fundargerðir á fundum sínum. Fundargerðir skulu birtar á vefsvæði LK svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en að loknum næsta stjórnarfundi. Stjórnarmenn skulu staðfesta afrit af fundargerðinni með undirskrift sinni og skal stjórn sjá til þess að þau afrit séu varðveitt með tryggilegum hætti.
 
10. gr.
Aðildarfélög LK skulu senda félagatal og aðrar nauðsynlegar upplýsingar um starfsemi viðkomandi félags til skrifstofu LK eftir því sem stjórn LK ákveður hverju sinni. Félagatal skulu aðildarfélög senda til skrifstofu LK eigi síðar en 31. desember ár hvert. LK sendir hverju félagi staðfesta tölu fulltrúa á aðalfund eigi síðar en 10. janúar ár hvert. Frá þeim tíma hafa félögin 7 daga til að gera athugasemdir við fulltrúatöluna. Komi upp álitamál skal stjórn Lk úrskurða um málið samkvæmt gr. 5.3. svo fljótt sem kostur er. Eins fljótt og við verður komið eftir aðalfund hvers aðildarfélags skal stjórn þess senda LK skýrslu um störf félagsins á liðnu ári, upplýsingar um kosningar í stjórn og fulltrúa á fundi LK og annað sem máli kann að skipta. Þessar upplýsingar skulu hafa borist skrifstofu LK eigi síðar en 20 dögum fyrir aðalfund. Mál sem taka á til afgreiðslu á aðalfundi LK,  skulu hafa borist skrifstofu LK eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Aðalfundur getur þó ákveðið að taka til afgreiðslu mál sem koma síðar fram.

11. gr.
Samþykktum þessum má aðeins breyta á aðalfundi eða aukafundi, sem boðaður er til þess sérstaklega. Tillögur þar um skulu kynntar stjórnum aðildarfélaganna eigi síðar en 15 dögum fyrir aðalfund. Ná þær því aðeins fram að ganga að meirihluti kjörinna fulltrúa greiði þeim atkvæði.
 
12. gr.
Leggist starfsemi LK niður og félaginu er slitið skulu eigur þess ganga til aðildarfélaganna í hlutfalli við félagatölu.
 
13. gr.
Ákvæði samþykkta þessara gilda frá og með aðalfundi 2010. 

14. gr.
Ákvæði til bráðabirgða.
Aðildarfélög LK skulu hafa aðlagað samþykktir sínar að samþykktum LK eigi síðar en á aðalfundi LK árið 2011. Grein þessi fellur úr samþykktum LK á aðalfundi árið 2011.“
 
Magnús Hannesson velti fyrir sér  ákvæði um birtingu fundargerða  eins og það er lagt fram í tillögu nefndarinnar.
Sigurður Loftsson sagði að þetta ákvæði hefði komið frá stjórn félagsins en fundarritari stjórnarfundar er jafnframt framkvæmdastjóri samtakanna. Því er gott að gefist einhver tími til að ganga frá fundargerðinni. Þó er það bundið að hún sé í síðasta lagi birt að loknum næsta stjórnarfundi.

Tillögur að breytingum á samþykktum samþykktar samhljóða og samþykktirnar í heild.

 

1.2 Flutningsmaður: Jóhannes Jónsson
“Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 26.og 27. mars 2010, gagnrýnir harðlega seinagang lánastofnana við úrlausnir á skuldavanda kúabænda. Beita þarf í sem ríkustum mæli almennum skuldaleiðréttingum með það markmið að allir sitji við sama borð og að þau bú sem voru rekstrarhæf fyrir bankahrun eigi sér áframhaldandi rekstrargrundvöll.
 Það er með öllu óviðunandi að rekstraraðilar séu mánuðum saman í óvissu um stöðu búreksturs síns. Því er mikilvægt að þau bú sem eru í óvissuástandi varðandi áframhaldandi rekstur fái lausn sinna mála sem fyrst, hvort heldur sem niðurstaðan verði sú að sértækum aðgerðum verði beitt til að koma skuldastöðunni í viðráðanlegt form, eða sú að búreksturinn geti ekki staðið undir skuldunum.
 Afar mikilvægt er að skekkja ekki samkeppnisstöðu bænda í milli við úrlausnir einstakra mála. Þá er ólíðandi að bankarnir taki yfir rekstur búa og reki í samkeppni við bændur. Fundurinn bendir á að við skuldbreytingu erlendra lána er nauðsynlegt að hafa fyrirvara vegna hugsanlegs ólögmætis þeirra. Þá hvetur fundurinn bændur, sem standa í samningum við bankana, til að fara vel yfir þá samninga sem í boði eru og leita sér aðstoðar búnaðarsambanda eða annara hæfra aðila. “

Arnheiður D. Einarsdóttir ræddi tillöguna og sagði þessa tillögu mikilvæga. Félagasamtök kúabænda þurfa að beita sér heildstætt gagnvart þeim tilboðum sem koma frá bönkunum. Vil að LK komi að þessum málum sem varnarskjöldur fyrir sína félagsmenn. Allir hafa orðið fyrir tjóni af þeim efnahagshamförum sem urðu á sínum tíma. Við eigum væntanlega sameiginlega málsvara í heildarsamtökum. Spurning er þó hvort þörf sé á stofnun skuldugra bænda ef heildarsamtök bænda beita sér ekki af meiri krafti í þessum  málum
Jón Gíslason lýsti ánægju með orðalag tillögunnar þ.e. að allir ættu rétt á leiðréttingum og hins vegar að bankar væru ekki í samkeppni við bændur um rekstur búa.
Magnús Sigurðsson lagði til að taka út eitt orð og var það gert…
Arnheiður ræddi tilöguna aftur og sagði hana ágæta svo langt sem hún nær en félagsamtökin þurfa að láta heyra í meira um þessi mál

Tillagan samþykkt samhljóða

 

1.3 Flutningsmaður: Jóhannes Jónsson
“Aðalfundur Landssambands kúabænda haldinn á Hótel Sögu 26.og 27. mars 2010 leggur áherslu á að Landssamband kúabænda, Bændasamtök Íslands, Búnaðarsambönd og aðrir hagsmunaaðilar starfi náið saman að úrlausn á skuldavanda bænda. Þá bendir fundurinn á að mikilvægt er að miðla sem mestum upplýsingum til bænda um þau úrræði sem standa til boða.”

Tillagan samþykkt samhljóða

 

1.4 Flutningsmaður: Jóhannes Jónsson
“Aðalfundur Landssambands kúabænda haldinn á Hótel Sögu 26. og 27. mars 2010 beinir því til fulltrúa bænda í verðlagsnefnd búvöru að þeir beiti sér af fullum þunga til að ná fram þeirri hækkun á mjólkuverði til bænda sem framreikningur á verðlagsgrundvelli kúabús gefur tilefni til. Þá leggur fundurinn mikla áherslu á að verðlagsnefnd búvöru haldi áfram vinnu við að minnka þann óeðlilega mun sem er á framlegð þeirra vara sem nefndin verðleggur. Minnir fundurinn í því sambandi á eftirfarandi bókun sem gerð var við síðustu verðákvörðun nefndarinnar. “Verðlagsnefnd mun á næstu 24 mánuðum leitast við að minnka þörf á verðtilfærslu í verðlagningu mjólkurvara sem undir hana heyra”.

Tillagan samþykkt samhljóða

 
1.5 Flutningsmaður: Jóhannes Jónsson
“Aðalfundur Landssambands kúabænda haldinn á Hótel Sögu 26. og 27. mars 2010, leggur áherslu á að dýralæknaþjónusta í dreifðum byggðum landsins verði ekki skert frá því sem verið hefur.  Með dýravelferð í huga þarf að  tryggja að ávallt sé dýralæknir á vakt í öllum héruðum landsins.
Mikilvægt er að komið verði til móts við þá sem búa fjærst þjónustu dýralækna með því að nýta heimildir um ávísun og afhendingu dýralyfja til varðveislu hjá bændum.”

Tillagan samþykkt samhljóða

1.6.Flutningsmaður: Jóhannes Jónsson


Starfsnefnd 2 – Formaður: Pétur Diðriksson

 

2.1 Flutningsmaður: Jón Gíslason
“Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 26.og 27. mars 2010, telur ástæðu til að ætla að á næstu árum verði umtalsverðar breytingar á rekstrarumhverfi nautgriparæktarinnar. Ýmsar blikur eru á lofti, erfið staða ríkissjóðs og versnandi fjárhagssstaða neytenda kunna að koma niður á stuðningi við greinina og greiðsluvilja kaupenda. Þar að auki hlýtur verndað umhverfi framleiðenda að leggja greininni þær skyldur á herðar að þróa hana til aukinnar hagkvæmni. Afdrifaríkustu breytingarnar gætu annars vegar orðið vegna aðildar að ESB og hins vegar vegna WTO samninga. Því fagnar fundurinn þeirri stefnumótunarvinnu sem LK og Auðhumla hafa hafið með hagkvæmari framleiðslu að markmiði og felur LK að halda áfram þeirri vinnu með eftirfarandi markmið í huga:
• Tryggja stöðu nautgriparæktarinnar sem eins af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar.
• Tryggja að þeir sem við greinina starfa hafi af því viðunandi afkomu og vinni við ásættanleg starfsskilyrði.
• Efla samkeppnishæfni greinarinnar.
• Við vinnuna verði sett mælanleg markmið þar sem það er hægt

Til að ná þessum markmiðum leggur fundurinn til að staðfastlega verði unnið að því að lækka framleiðslukostnað um 35% á næstu 10 árum. Til að það náist þarf sérstaklega að huga að eftirfarandi:
• Draga verulega úr kostnaði greinarinnar vegna viðskipta með greiðslumark.
• Öll viðskipti með kvóta verði á kvótamarkaði
o Ræða þarf sérstaklega um stærðarþróun í greininni. Hvaða áhrif hefur mjög ör þróun haft, m.a. á verð greiðslumarks? Er hægt að ná markmiði um lækkun framleiðslukostnaðar samhliða takmörkun á stærð einstakra rekstrareininga? Á að hækka framleiðsluskylduna?
• Draga úr fjárfestingakostnaði í vélum og öðrum tæknibúnaði
• Auka rekstrarvitund bænda.
• Leiðbeiningar og rannsóknir taki í auknum mæli mið af hagkvæmnissjónarmiðum.
• Reynt verði að þróa frekar verktöku/samvinnu í landbúnaði.
• Bæta nýtingu  fjárfestinga í nautgriparæktinni.
• Víða er ónýtt pláss í fjósum, hagkvæmara er að nýta það heldur en að byggja meira
• Auknar afurðir bæta nýtingu fjárfestinga.
• Lægra vaxtastig er nauðsyn í landbúnaði eins og öðrum atvinnurekstri, en er þó á annarra höndum en bænda.

• Fóðuröflun og fóðurverkun þarf að verða ódýrari.
• Bætt áburðarnýting. 
• Bætt fóðurnýting
• Lægri vélakostnaður.
• Hugsanlega aðrar verkunaraðferðir.
• Notkun nýrra fóðurplantna, t.d.nýrra grasstofna og belgjurta.

• Betri kýr.
o Kýrnar eru aðal framleiðslutæki kúabænda. Betri kýr eru því lykilatriði í aukinni hagkvæmni.

Markmið stefnumörkunarinnar þarf jafnframt að vera það að auka skilning almennings á þýðingu greinarinnar fyrir verðmætasköpun á Íslandi.”

Eiríkur Egilsson ræddi tillöguna og velti fyrir sér  því sem sagt er um kvótamarkað. Hvað með ættliðaskipti á jörðum og eins varðandi kaup milli fjölskyldna. Menn eiga að ráða því hverjum kvótinn er seldur.
Jón Gíslason  sagði þetta vera að hluta þörf ábending varðandi sölu á jörð. Hins vegar er kvótinn settur á með löggjöf og  hægt er afnema hann einnig. Ekki hægt að líta hann sömu augum og eign jarðar.
Sif Jónsdóttir lýsti ánægju sinni með að þarna væru sett markmið til næstu ára. Þarna þyrfti einnig að koma inn félagsleg markmið, að vinna saman að hlutunum. Félagsleg vitund hefur dalað.
Magnús Hannesson sagðist ekki sannfærður um rök um að setja upp kvótamarkað. Það eru háleit markmið sem sett eru í ályktuninni um lækkun framleiðslukostnaðar, 35% er mikið á 10 árum. Ræddi einnig tillöguna í heild.
Jóhann Nikulásson velti fyrir sér hvað þyrfti til að ná þessum lækkunum á kostnaði sem tillagan gengur út á. Við þurfum við líka að skoða hvað nágrannar okkar á Noðrurlöndunum eru að gera á sama tíma.

Tillagan samþykkt . Einn á móti.

 

2.2 Flutningsmaður: Þórarinn Leifsson
“Aðalfundur Landssamband kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 26.og 27. mars 2010, vekur athygli á nýjum möguleikum sem skapast hafa í kynbótum nautgripa með tilkomu nýrrar þekkingar við val kynbótagripa. Þessar aðferðir verða hins vegar ekki nýttar nema hjá stórum kúakynjum sem innihalda mikla stofnstærð og er áhyggjuefni hversu gífurlegur munur verður á aðstæðum stórra og lítilla kúastofna vegna þessa. Því hvetur fundurinn fagþjónustu landbúnaðarins í samvinnu við hagsmunaaðila að leita allra leiða til að treysta samkeppnisstöðu íslenskrar nautgriparæktar.

Greinargerð
Um þessar mundir eiga sér stað gífurlegar framfarir í kynbótum nautgriparæktar á heimsvísu. Farið er að velja kynbótagripi á grunni greininga á erfðamenginu. Þessi aðferð er talin geta aukið kynbótaframfarir um tugi prósenta samanborið við núverandi ræktunarskipulag og er talin vera sambærileg bylting og tilkoma sæðinga var á sínum tíma. Þessi tækni nýtist hins vegar ekki nema hjá þeim kúastofnum sem hafa mikla stofnstærð og þar sem skýrsluhald er áreiðanlegt. Af þessum völdum má búast við að aðstöðumunur til aukningar afkastagetu og hagkvæmni í mjólkurframleiðslunni milli stórra og lítilla kúastofna muni aukast gríðarlega, þeim minni í óhag. “

Tillagan samþykkt samhljóða

 

2.3 Flutningsmaður: Guðný Helga Björnsdóttir
“Aðalfundur Landssamband kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 26.og 27. mars 2010, hvetur til þess að áfram verði markvisst leitað arðbærra markaða fyrir íslenskar mjólkurafurðir erlendis, eftir því sem hægt er með hóflegum tilkostnaði. Fundurinn tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í niðurstöðu stefnumörkunarhóps um útflutning mjólkurvara frá síðasta hausti og hvetur til að unnið verði eftir henni.

Greinargerð
Í niðurstöðu stefnumörkunarhóps um útflutning segir m.a. um kaup á umframmjólk:

“Keypt verði af bændum magn mjólkur umfram greiðslumark, sem nemur 2% af greiðslumarki.  Fyrir mjólkina verði greitt a.m.k. sem nemur breytilegum kostnaði á vel reknu búi t.d. 40,00 kr. Greitt verði fyrir mjólkin í sömu hlutföllum og aðra innleggsmjólk út frá efnamagni og í réttu hlutfalli við greiðslumark hvers og eins. Þessi mjólkurkaup yrðu grunnur að framleiðslu mjólkurvara til útflutnings auk framleiðslu sem til fellur úr greiðslumarksmjólk. En um leið er tryggt nægjanlegt framboð mjólkur verði óvæntar breytingar á framleiðslu eða sölu innanlands. Öll önnur mjólk sem innvigtuð er umfram greiðslumark, og nýtt í framleiðslu vara til útflutnings, verði gerð upp eftirá og alfarið í takt við það skilaverð fyrir sem úr því fæst.  Slíkt uppgjör fara fram tvisvar á ári. Til að þessar hugmyndir geti gengið eftir, er afra brýnt að tryggð verði ákvæði búvörulaga um forgang mjólkur innan greiðslumarks að innanlandsmarkaði. Óviðunandi er að útflutningur mjólkurafurða sé rekin til langframa með undirballans. Aðstæður á erlendum mörkuðum munu ávallt stjórna því hvaða skilaverð bændur og vinnslan munu fá fyrir framleiðsluna. Því er afar nauðsynlegt að leita allar leiða til að lækka framleiðslu og vinnslukostnað mjólkur.“

Fundurinn leggur sérstaka áherslu á þau atriði sem þarna koma fram, en bendir jafnframt á  mikilvægi þess að hámarka á hverjum tíma svo sem kostur er virði umframmjólkur til framleiðenda. Til dæmis ætti að vera óþarfi að flytja út til sölu mjólkurduft fyrir minni framlegð en fæst fyrir hana til fóðurs hjá mjólkurframleiðendum sjálfum.”

Tillagan samþykkt samhljóða

 

2.4 Flutningsmaður: Pétur Diðriksson
“Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 26.og 27. mars 2010, felur stjórn LK að vinna að því í samstarfi við BÍ og ráðuneyti sjávarútvegs- og landbúnaðar að öll viðskipti með greiðslumark í mjólk, sem færist milli lögbýla fari í gegnum sameiginlegan tilboðsmarkað sem taki til starfa eigi síðar en kvótaárið 2011 Þá telur fundurinn koma til greina að setja því mörk hversu mikið greiðslumark má vera í eigu sama aðila og á sama lögbýli þó ekki undir 1% af heildargreiðslumarki.”

Samúel Eyjólfsson lagði til  að bætt yrði í tillöguna ákvæði  um ártal, (sett skáletrað í tillöguna að ofan).
Pétur Diðriksson sagði að  þetta mál væri nú þegar komið í vinnslu samkvæmt upplýsingum sem komu fram í starfsnefndinni.  Því þyrfti ekki nánari útskýringar á tímaþættinum.

Tillagan samþykkt með 11 gegn 3

Að lokinni atkvæðagreiðslu óskaði Pétur Diðriksson eftir því að atkvæðagreiðslan yrði endurtekin þar sem ekki hefði verið borin upp sérstök breytingatillaga við upphaflegu tillöguna.
Valdimar Guðjónsson fundarstjóri sagði að þetta hefði verið breytingatillaga sem borin hefði verið upp og því eðlilega staðið að atkvæðagreiðslunni
Jón Gíslason sagðist ekki gera athugasemd við túlkun fundarstjóra á hvernig  staðið var að atkvæðagreiðslu, hins vegar sýndist sér eðlilegt að bera tillöguna í heild upp aftur með áorðnum breytingum. 
Fundarstjóri bar umrædda tillögu upp með áorðnum breytingum

Tillagan  samþykkt með  öllum greiddum atkvæðum gegn einu.

Arnheiður D. Einarsdóttir sagði frá tillögu sem kom ekki úr nefnd en hún fjallaði um kynjamál. Innan LK hefur starf kvenna verið áberandi  m.a. var meirihluti Búnaðrþingsfulltrúa LK konur. Því er ekki ástæða til að flytja sérstaklega tillögu um þessi málefni.

 

Starfsnefnd 3 – Formaður: Guðbjörg Jónsdóttir

3.1 Flutningsmaður: Trausti Þórisson
“Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 26.og 27. mars 2010, leggur til breytingu á skiptingu framlaga úr Búnaðarlagasamningi vegna kúasæðinga, þannig að 10 kr. verði greiddar á ekinn km. vegna sæðinga og það sem eftir stendur verði greitt út á stöðugildi. Hvatt er til þess á þeim svæðum þar sem akstur er hvað mestur að ráðnir verði staðbundnir verktakar til að annast sæðingar. Skipulögð verði námskeið til að afla þeim réttinda og stuðla að þjálfun þeirra.

Greinargerð
Mjög mikill munur er á akstri á sæðingu milli einstakra svæða á landinu. Að jafnaði er hann 28 km/sæðingu, allt frá 15 km. á þéttbýlustu svæðunum upp í rúmlega 50 km. þar sem lengst er á milli búa. Með þessum breytingum verður öllum þeim fjármunum sem ætlaðir eru úr Búnaðarlagasamningi til sæðingastarfseminnar deilt út með jöfnun kostnaðar í huga. Eðlilegt er að Endurmenntunarsjóður bænda komi að þjálfun staðbundinna verktaka. Jafnframt verði leitað allra leiða til að auka notkun bænda á sæðingum á hverju svæði þar sem almenn notkun sæðinga er algert grundvallaratriði við ræktun og framþróun á svo litlum kúastofni sem sá íslenski er.”

Eiríkur Egilsson  velti fyrir sér hvað þetta þýddi í kostnaði inn á hvert svæði.
Baldur Helgi sagði að áhrifin af þessu yrðu þau að þetta kæmi strjálbýlli svæðunum til góða en tekið þá af þéttbýlli svæðunum.

Tillagan samþykkt samhljóða

 

3.2 Flutningsmaður: Trausti Þórisson
“Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 26.og 27. mars 2010, tekur undir afstöðu Búnaðarþings og leggst gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Fundurinn hvetur til að aðildarumsókn að sambandinu verði dregin til baka.
Fundurinn lýsir  yfir stuðningi við þá vinnu sem er í gangi á vegum BÍ, LK og SAM vegna umræddra aðildarviðræðna.
Greinargerð:
Aðild Íslands að ESB þýðir m.a. afnám tolla á öllum vörum, þar með töldum landbúnaðarvörum á innri markaði ESB. Tollar á innfluttum landbúnaðarvörum til Íslands eru mesta vernd sem íslenskur landbúnaður nýtur og styður við innlenda landbúnaðarframleiðslu. Verði tollar af landbúnaðarvörum afnumdir mun markaðshlutdeild íslenskrar landbúnaðarvöru dragast saman um tugi prósenta með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir bæði störf í landbúnaði og tengdum fyrirtækjum og þar með byggðir landsins. Það stríðir gegn hagsmunum og matvælaöryggi þjóðarinnar að leggja niður stóran hluta innlendrar landbúnaðarframleiðslu og minnka aðgengi íslenskra neytenda að innlendum landbúnaðarvörum. Óheftur innflutningur landbúnaðarvara er ekki  trygging fyrir því að verð til íslenskra neytenda muni lækka í kjölfarið.”

Sigurður Loftsson ræddi orðalagsbreytingu á tillögunni.
Guðrún Lárusdóttir lýsti stuðningi við tilöguna en hvatti stjórn LK að meta það á hverjum tíma hvort ástæða er til að halda áfram störfum í  nefndarstarfi varðandi ESB-aðild.
Valdimar Guðjónsson lýsti stuðningi við tillöguna.

Tillagan samþykkt samhljóða

 

3.3 Flutningsmaður: Ásmundur Lárusson
“Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 26.og 27. mars 2010, leggur áherslu á eftirfarandi atriði við framkvæmd mjólkursamnings.
• B- og c- greiðslum verði hagað þannig að þær stuðli að sem mestum jöfnuði milli framleiðslu og sölu á einstökum tímabilum. Skoðað verði sérstaklega hvort framkæmanlegt sé með góðu móti að taka upp mánaðaskiptingu þessara greiðslna.
• Ekki verði frekari fjármunir fluttir af beingreiðslum yfir í aðra flokka mjólkursamningsins fyrr en í fyrsta lagi þegar verðtryggingarákvæði hans hafa að fullu tekið gildi á ný.”

Tillagan samþykkt samhljóða

 

3.4 Flutningsmaður: Ásmundur Lárusson
“Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 26.og 27. mars 2010, leggur þunga áherslu á að fram fari endurskoðun á innheimtu og nýtingu búnaðargjalds. Fundurinn fagnar ályktun nýliðins Búnaðarþings um skipun nefndar vegna þessa og hvetur til að störfum hennar verði hraðað. Jafnframt leggur fundurinn áherslu á eftirtalin atriði í þessu sambandi.
• Gætt verði jafnræðis við skipun nefndarinnar  hvað varðar hagsmuni og sjónarmið.
• Fyrstu skrefum í lækkun búnaðargjalds verði flýtt sem kostur er.
• Greiðslum af búnaðargjaldi í Bjargráðasjóð verði hætt og sú tryggingavernd sem þannig hefur fengist verði sótt á almennan markað.
• Niðurlagning búnaðargjalds kemur ekki til greina  án þess að áður hafi verið fundnar tryggar leiðir til að fjármagna félagskerfi bænda.
• Lögð verði áhersla á að treysta lagalegar forsendur búnaðargjaldsins gagnvart  fjármögnun félagskerfisins. Komi hinsvegar til breytinga á búnaðargjaldi af lagatæknilegum ástæðum hljóti allir, sem nú njóta af því tekna, að sitja við sama borð.
• Verkefnum í leiðbeiningaþjónustu verði forgangsraðað, þannig að skilgreint verði hvað teljist nauðsynleg grunnþjónusta sem kosta skal sameiginlega og hvaða þjónusta skuli seld.”

Tillagan samþykkt samhljóða

 

3.5 Flutningsmaður: Ásmundur Lárusson
“Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 26.og 27. mars 2010, brýnir stjórn LK að ná löngu tímabæru samkomulagi við tryggingafélögin um tryggingar bænda og þá sérstaklega þann hluta sem á að leysa Bjargráðasjóð af hólmi.”

Tillagan samþykkt samhljóða

 

3.6 Flutningsmaður: Guðrún Lárusdóttir
“Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 26.og 27. mars 2010, skorar á ríkisstjórn og Alþingi að afgreiða sem fyrst frumvarp um breytingar á ákvæðum búvörulaga sem varðar forgang greiðslumarksmjólkur að innanlandsmarkaði.”

Sigurður Loftsson ræddi tillöguna
Eiríkur Egilsson spurði um túlkun á tillögunni.
Sigurður Loftsson sagði að málið snérist um að tryggja forgang greiðslumarkshafa að innlandsmarkaði.
Jóhann Nikulásson ræddi tillöguna.

Tillagan samþykkt samhljóða

 

3.7 Flutningsmaður: Guðrún Lárusdóttir
“Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 26.og 27. mars 2010, skorar á stjórnvöld að falla frá þeim áformum að sameina sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og iðnaðarráðuneyti í eitt atvinnuvegaráðuneyti. Fundurinn telur afar mikilvægt að efla sjálfstætt ráðuneyti um grunnatvinnuvegi þjóðarinnar, landbúnað og sjávarútveg, við þær aðstæður sem nú blasa við í þjóðfélaginu.”

Tillagan samþykkt samhljóða

 

3.8 Flutningsmaður: Guðrún Lárusdóttir
“Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 26.og 27. mars 2010, skorar á ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar og fjármálaráðherra að endurnýja nú þegar Búnaðarlagasamning og hann verði ekki skertur meira en orðið er.”

Tillagan samþykkt samhljóða

 

9. Kosningar
Magnús Sigurðsson formaður uppstilingarnefndar  lagði fram tillögu um stjórn:
Sigurður Loftsson sem formaður. Gengið var til kosninga um formann LK til eins árs;
Sigurður Loftsson var kjörinn með 33 atkvæðum, Sigurgeir Hreinsson fékk 1 atkvæði og
1 seðill auður.

Þá var gengið til kosninga um fjóra stjórnarmenn til eins árs. Eftirtalin voru kosin í stjórn:
Guðný Helga Björnsdóttir með 32 atkvæðum
Sigurgeir Hreinsson með 31 atkvæðum
Jóhann Nikulásson  með 30 atkvæði
Sveinbjörn Sigurðsson 29 atkvæði
Aðrir fengu færri atkvæði.
Þá var gengið til kosninga um tvo varamenn í stjórn til eins árs: Eftirtalin voru kosin í varastjórn:
Jóhanna Hreinsdóttir með 31 atkvæði
Gunnar Jónsson með 30 atkvæði
Aðrir fengu færri atkvæði.

Tillaga um skoðunarmenn til eins árs:  Pétur Diðriksson og Katrín Birna Viðarsdóttir og varaskoðunarmaður Magnús Hannesson. Samþykkt með lófaklappi.

 

10. Önnur mál


A.
Jóhannes Jónsson kynnti tillögu frá starfsnefnd 1 um starfskjör stjórnar og aðalfundafulltrúa. Tillagan gengur út á sömu starfskjör og voru á liðnu ári., þó með þeirri breytingu að formaður fái sérstakar greiðslur vegna starfa í verðlagsnefnd en ráðuneyti landbúnaðarmála hefur greitt fyrir þau störf en hefur nú hætt þeim greiðslum. Tillagan samþykkt samhljóða

B. Sigurður Loftsson kynnti tillögu varðandi nautkjötsmál sem er eftirfarandi:
“Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 26.og 27. mars 2010, lýsir þungum áhyggjum af afkomu nautakjötsframleiðslunnar. Á undanförnum árum hafa dunið yfir hana gríðarlegar kostnaðarhækkanir, einkum í formi hækkana á áburði og fóðri. Verð til framleiðenda hefur staðið í stað síðustu tvö ár og á undanförnum áratug hefur raunverð til framleiðenda lækkað um rúmlega fjórðung. Því er ljóst að afkoma þessarar framleiðslu fer hratt versnandi. Fundurinn hvetur stjórn LK að gæta að hagsmunum greinarinnar til að tryggja áframhaldandi tilvist hennar. Einnig er orðið knýjandi að endurnýja erfðaefni hérlendra holdanautakynja og hvetur fundurinn sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að beita sér fyrir að mögulegt verði að flytja inn holdanautasæði frá viðurkenndum einangrunarstöðum erlendis í þeim tilgangi
Greinargerð. Framleiðsla og sala nautgripakjöts hefur haldist í góðu jafnvægi síðustu mánuði og hafa þessar afurðir náð að halda hlutdeild sinni á markaði, þrátt fyrir mikið framboð annarra kjöttegunda. Árið 1994 voru Angus og Limousine holdakynin flutt til Íslands á formi fósturvísa, en ástæða innflutningsins var að “fá gripi með betri og hagkvæmari kjötframleiðslueiginleika”. Tilraunir hafa sýnt að þessar væntingar hafa gengið fullkomlega eftir. Í upphafi voru fluttir inn tveir systkinahópar. Nú, 16 árum síðar er skyldleikaræktarhnignun farin að gera verulega vart við sig í holdahjörðum bænda. Ekki er mögulegt fyrir bændur að fá nýtt blóð í hjarðirnar, þar sem hjarðirnar samanstanda af því erfðaefni sem þegar hefur verið flutt inn. Þessi staða er farin að standa rekstrarhæfni búanna verulega fyrir þrifum. Auk þess hafa orðið miklar framfarir í ræktun kynjanna erlendis á þeim tíma sem liðinn er frá innflutningi, ávinnings af þeim framförum njóta hérlendir holdanautabændur ekki að neinu leyti.  Ljóst er að sú aðferðafræði sem viðhöfð var við innflutninginn árið 1994 er gríðarlega kostnaðarsöm. Fyrir liggur að efnahagslegt svigrúm fyrir innflutning af slíku tagi er mjög takmarkað. Núverandi lagarammi um innflutning á erfðaefni búfjár heimilar ekki aðra aðferðafræði en þá sem að framan er greind. Nýlegar breytingar á lögum um innflutning búfjár og erfðaefnis þeirra heimila innflutning á svínasæði til notkunar á hérlendum svínabúum. Eðlilegt er að slíkar lagabreytingar nái einnig til innflutnings á djúpfrystu holdanautasæði.

Magnús Hannesson spurði um mögulegan kostnað LK vegna þessa verkefnis.
Sigurður Loftsson sagði að ekki hefði verið lagt mat á þennan þátt enda gengur tillagan út að málið verði kannað.

Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn tveimur.

 

C. Reikningar LK og fjárhagsáætlun
Baldur Helgi kynnti helstu niðurstöðutölur árreiknings LK 2009. Heildartekjur með fjármagnstekjum eru rúmar 53,3 milljónir en heildargjöld 48,5 milljónir og því hagnaður af starfsemi um 4,8 milljónir.
Eignir samtakanna eru 46,2 milljónir króna, (fyrst og fremst handbært fé), skuldir um áramót um 2,3 milljónir.
Í fjárhagsáætlun vegna ársins 2010 er reiknað með 60,5 milljónir í heildartekjur samtakanna og heildargjöld  verði rúmlega 53,4 milljónir króna.

Gunnar Jónsson velti fyrir sér hvort ekki þyrfti efla starfið út í héraði, afkoman er mjög góð og ástæða er til að dreifa fjármagninu meira. Gerði tillögu um að auka framlag til aðildarfélaga um tvær milljónir úr þremur upp í 5 milljónir.
Elín Sveinsdóttir taldi frekar ástæðu að efla starf LK en að auka fjármuni til aðildarfélagana.
Magnús Sigurðsson sagðist sammála orðum Gunnars og nýta þessa fjármuni út á landsbyggðinni.
Arnheiður D. Einarsdóttir ræddi hvort nægilegir fjármunir væru til ráðstöfunar til að endurbæta heimasíðuna. Þarf starfsemi LK ekki að vera mun meiri vegna aukinna verkefna ?
Pétur Diðriksson ræddi starfsemi LK og þá miklu vinnu sem þar er unnin núna. Það er ekki hægt að ætlast til þess að stjórnarmenn eða formaður  láti eigið bú líða um of vegna mikillar starfa fyrir LK.
Arnheiður D. Einarsdóttir ræddi þörf á meiri virkni LK í upplýsingamálum, bæði til neytenda og bænda.
Guðbjörg Jónsdóttir taldi þörf á auknu starfi og þá fjármagni inn í þá vinnu sem framundan er,  m.a. í stefnumótunarferlinu.
Sigurður Loftsson ræddi starfsemi LK almennt og þau verkefni sem væru framundan

Fundarstjóri bar fyrst upp breytingatillögu til að auka fjármuni til aðildarfélaga verði 5 milljónir í stað þriggja milljóna

Breytingatillagan samþykkt með 15 atkvæðum gegn 7 atkvæðum.

Tillagan í heild með áorðnum breytingum samþykkt með þorra atkvæða

 

Samúel Eyjólfsson velti  vöngum um áreiðanleika skýrsluhaldsins á ýmsum sviðum, þurfum að bæta ýmislegt. Viljum við breytingar á gæðaskýrsluhaldinu, hvað með fjölda efnamælinga, er hann nægilegur ?

 

11. Fundarslit
Sigurður Loftsson ræddi störf fundarins, mikil vinna hefði verið unnin á stuttum tíma og stjórn LK hefði fengið mikið af tillögum til að vinna úr á næstu mánuðum. Jafnframt þakkaði hann og fyrir hönd stjórnar, það traust sem aðalfundarfulltrúar sýndu stjórn í stjórnarkjöri fyrr á fundinum.

Að lokum þakkaði formaður  öllum sem  stóðu að þessum fundi, fulltrúum, starfsmönnum fundarins og sleit fundi kl. 17.45.


Runólfur Sigursveinsson
ritaði fundargerð