Beint í efni

Aðalfundur LK 2009 – formannskjör

06.01.2009

Aðalfundur Landssambands kúabænda verður haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík dagana 27. og 28. mars n.k. Líkur standa til að dagskrá fundarins verði með hefðbundnu sniði. Á fundinum verður kosinn nýr formaður LK en núverandi formaður, Þórólfur Sveinsson gaf út þá yfirlýsingu á haustfundum sambandsins á nýliðnu ári, að hann hyggðist ekki gefa kost á sér í formannskjöri á næsta aðalfundi. Hann hefur verið formaður LK síðan 1998, var kjörinn á aðalfundi LK sem haldinn var á Hvanneyri það ár. 

Nánari dagskrá aðalfundar LK 2009 verður kunngerð síðar hér á naut.is