
Aðalfundur Landssambands kúabænda verður rafrænn
29.03.2021
Aðalfundur Landssambands kúabænda verður haldinn 9. apríl nk. í gegnum fjarfundarbúnað. Áður hafði verið stefnt á að fundurinn yrði haldinn 9.-10. apríl á Hótel Sögu í Reykjavík. Er þessi ákvörðun stjórnar tekin í ljósi þeirra samkomutakmarkana sem nú gilda vegna útbreiðslu Covid-19.
Er þetta í annað sinn sem aðalfundur samtakanna er haldinn með þessum hætti. Fulltrúar munu fá nákvæmari upplýsingar um framkvæmd og notkunarleiðbeiningar fjarfundarbúnaðarins þegar nær dregur.