Beint í efni

Aðalfundur Landssambands kúabænda 2008 – bein útsending á naut.is

03.04.2008

Aðalfundur Landssambands kúabænda árið 2008 verður settur kl. 10.00 árdegis föstudaginn 4. apríl n.k. á Hótel Selfossi. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um nautgriparækt. Rétt er að geta þess að fundurinn verður einnig í beinni útsendingu á netinu hér á heimasíðunni.

 

Dagskrá fundarins er að finna hér hægra megin á síðunni og hnappur fyrir beina útsendingu er ofarlega til vinstri á henni. Eins og áður segir hefst hún kl. 10 í fyrramálið og stendur fundurinn til kl. 16.30 þann dag. Á laugardaginn, 5. apríl, verður fundarstörfum fram haldið kl. 13 og stendur fundur þá til kl. 17. Fyrir hádegi þann dag eru nefndarstörf.

 

Kúabændur og aðrir áhugasamir eru eindregið hvattir til að fylgjast með störfum fundarins.