
Aðalfundur Kúabændafélagsins Baulu á Vesturlandi haldinn 27. febrúar
26.02.2017
Aðalfundur Kúabændafélagsins Baulu á Vesturlandi 2017 (félag kúabænda í Borgarfirði og á sunnanverðu Snæfellsnesi), sem áður hafði verið boðaður föstudaginn 24. febrúar en frestaðist vegna veðurs, verður haldinn í Hótel Hafnarfjalli mánudaginn 27. febrúar n.k og hefst klukkan 11:30, í boði er hádegismatur og kaffi.
Á dagskrá fundarins eru:
- Venjuleg aðalfundarstörf og kosning 3 fulltrúa á aðalfund Landsamb. kúabænda.
- Arnar Árnason formaður LK mætir á fundinn.
- Önnur mál.
Hvetjum kúabændur til að mæta á fundinn til ræða og álykta um stóru málin er varða t.d. tollvernd og innflutning á hráu ófrosnu kjöti.
Verðlaunaveiting fyrir hæst dæmdu kvíguna í kvíguskoðun,afurðahæstu kúna og afurðahæsta kúabúið 2016
Að loknum aðalfundi Baulu verður aðalfundur haldinn í Mjólkurbúi Borgfirðinga, á dagskrá hans eru einungis hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál.