Aðalfundur Kúabændafélagsins Baulu á Vesturlandi 17. febrúar
15.02.2012
Aðalfundur Kúabændafélagsins Baulu á Vesturlandi 2012, félags kúabænda í Borgarfirði og á sunnanverðu Snæfellsnesi, verður haldinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi föstudaginn 17. febrúar og hefst með léttri máltíð klukkan 12.00.
Á dagskrá fundarins eru:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Erindi Sigurðar Loftssonar, formanns LK. Staða mjólkursamning, verðlags- og sölumál mjólkur og nautakjötsmál.
Önnur mál.
Stjórn Kúabændafélagsins Baulu.
Að loknum aðalfundi Baulu verður aðalfundur haldinn í Mjólkurbúi Borgfirðinga, á dagskrá hans eru einungis hefðbundin aðalfundarstörf og önnur mál.
Stjórn MBB.