Beint í efni

Aðalfundur FKS haldinn í gær

01.02.2005

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi var haldinn í gær í Árhúsum á Hellu. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa flutti Torfi Jóhannesson, lektor við Landbúnaðarháskólann, erindi sem hann kallaði „Byggt eða búið?“ en í því kom hann inn á ýmsa þætti sem hann taldi að taka

þyrfti afstöðu til er horft er til framtíðar í mjólkurframleiðslunni.

 

Á fundinum voru eftirtaldir kosnir sem fulltrúar á aðalfund LK í apríl nk.:

 

Sveinn Ingvarsson, Reykjahlíð,

Einar Haraldsson, Urriðafoss,

Grétar Einarsson, Þórisholti,

Sigrún Ásta Bjarnadóttir, Stóru Mástungu,

Sigurlaug Leifsdóttir, Nýjabæ,

Valdimar Guðjónsson, Gaulverjabæ,

Jóhann Nikulásson, Stóru Hildisey,

Katrín Birna Viðarsdóttir, Ásólfsskála.