Beint í efni

Aðalfundur Félags kúabænda í Skagafirði

20.02.2013

Félag kúabænda í Skagafirði minnir á aðalfund félagsins sem haldinn verður á Mælifelli Sauðárkróki í dag, miðvikudaginn 20. febrúar kl. 12:30. Fundurinn hefst með léttum hádegisverði í boði félagsins.

 

Dagskrá:

1. Fundarsetning

2. Skýrsla stjórnar

3. Erindi – Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri LK sem m.a. mun fara yfir nautakjötsframleiðsluna.

4. Tillögur

5. Verðlaunaafhending

6. Kosningar

7. Önnur mál