Aðalfundur Félags kúabænda í Austur-Húnavatnssýslu 23. febrúar
22.02.2016
Stjórn Félags kúabænda í Austur-Húnavatnssýslu minnir á aðalfund félagsins, sem haldinn verður á morgun, þriðjudaginn 23. febrúar kl. 13.00 í fundarsal BHS að Húnabraut 13.
Gestur fundarins er Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda og mun hann kynna nýgerðan samning um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar 2017-2026.