Beint í efni

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi í dag, 1. febrúar

01.02.2010

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi verður haldinn í dag, mánudaginn 1. febrúar í Árhúsum á Hellu.

Aðalfundurinn hefst með léttum hádegisverði kl. 11.30 í boði félagsins en fundarstörf  hefjast  kl. 12.00.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun ávarpa fundinn, auk þess eru eftirfarandi erindi á dagskrá:

1. Stefnumörkun danskra kúabænda til 2013. Hvað má læra af henni? Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri LK 

 

2. Af vettvangi Landsambands kúabænda, Sigurður Loftsson formaður LK

 

Skipuð hefur verið kjörnefnd til undirbúnings kosninga í félagsráð. Þeim sem vilja gefa kost á sér eða koma á framfæri uppástungum um fólk til þessara trúnaðarstarfa er bent á að setja sig í samband við nefndina, en hana skipa:

Ólafur Helgason, Hraunkoti  s. 487 4703.
Ásmundur Lárusson, Norðurgarði s. 895 8436.
Hlynur Snær Theódórsson, Voðmúlastöðum s. 487 8190.


Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi