Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi ályktar
30.01.2003
Á aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi var haldinn 28. janúar sl. og var fjölmenni á fundinum. Í lok fundar voru samþykktar tvær ályktanir:
1. “Aðalfundur FKS haldinn að Laugalandi 28. janúar 2003 lýsir fullum stuðningi við þá ályktun sem samþykkt var á aðalfundi LK að Laugum í Sælingsdal 20 til 21 ágúst sl. varðandi samning
um starfskilyrði mjólkurframleiðslunnar. Jafnframt krefst fundurinn þess að fulltrúar bænda í samninganefndinni tali einu máli og fylgi þeim vilja greinarinnar sem þar birtist.”
2. „Aðalfundur FKS haldinn að Laugalandi 28. janúar 2003 átelur þann drátt sem orðinn er á undirbúningsvinnu við gerð nýs búvörusamnings í mjólk. Fundurinn minnir á að mjólkurframleiðsla er viðkvæmur rekstur sem krefst mikillar fjárfestingar miðað við veltu og því er eiginfjármyndun hæg. Því er bændum nauðsyn að sjá nokkuð langt fram í tímann varðandi það rekstrarumhverfi sem þeir munu búa við þegar áætlanir um rekstu og fjárfestingar eru gerðar.
Jafnframt er orðið brýnt að leysa þau mál sem snúa að verðlagningu mjólkur og rekstrarumhverfi mjólkuriðnaðarins þegar ákvæði um frjálsa verðlagningu á heildsölustigi taka gildi 1.júlí 2004.
Núverandi búvörusamningur rennur út 1. sept .2005 og því styttist óðum sá tími er til stefnu er. Það er þvi krafa fundarins að þessi vinna hefjist nú þegar og verði hraðað sem kostur er .“