Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi 31. janúar n.k.
12.01.2011
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi verður haldinn mánudaginn 31. janúar n.k. í Árhúsum á Hellu. Aðalfundurinn hefst með léttum hádegisverði kl. 11.30 í boði félagsins en fundarstörf hefjast kl. 12.00.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður vegna aðildarviðræðna Íslands og ESB ávarpa fundinn.
Skipuð hefur verið kjörnefnd til undirbúnings kosninga í félagsráð. Þeim sem vilja gefa kost á sér eða koma á framfæri uppástungum um fólk til þessara trúnaðarstarfa er bent á að setja sig í samband við nefndina, en hana skipa:
Ásmundur Lárusson Norðurgarði síma 486 5636 / 8958436
Ari Árnason Helluvaði síma 487 5222 / 898-5423
Kjartan Magnússon Fagurhlíð síma 487 4702 / 855 1902
Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi