
Aðalfundur félags kúabænda á Suðurlandi
12.02.2021
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi árið 2021 verður haldinn í fjarfundi 25. febrúar kl.10:00.
Vegna skipulagningar verða þeir sem ætla að taka þátt í fundinum að skrá sig á hallieinars@gmail.com og fá þá slóð á fundinn.
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf .
- Skýrsla stjórnar.
- Reikningar félagsins lagðir fram.
- Kosinn formaður félagsins. Núverandi formaður Rafn Bergsson gefur ekki kost á sér.
- Kjósa skal 9 fulltrúa í félagsráð og 3 varamenn.
- Kjósa skal 2 skoðunarmenn og 2 til vara.
- Einnig verða kosnir 6 fulltrúar á aðalfund LK. 9.-10. apríl
- Herdís Magna Gunnarsdóttir formaður Landsambands kúabænda fer yfir starf samtakanna
- Oddný Steina Valsdóttir kynnir tillögur um breytingar á félagskerfinu.
- Búnaðarsamband Suðurlands veitir viðurkenningar fyrir afurðahæsta sunnlenska kúabúið, afurðahæstu kúna og þyngsta nautið árið 2020.
- Önnur mál.
Skipuð hefur verið kjörnefnd til undirbúnings kosninga.
Þeir sem vilja gefa kost á sér, eða koma á framfæri uppástungum um fólk til þessara trúnaðarstarfa er bent á að setja sig í samband við nefndina, frestur til þess er til 21. febrúar.
Nefndina skipa;
Elín Heiða Valsdóttir, Úthlíð S: 848-1510 elinhv@simnet.is
Þorsteinn Logi Einarsson, Egilstaðakoti S: 867-4104 thorsteinn82@simnet.is
Bóel Anna Þórisdóttir, Móeiðarhvoli S: 865-8839 boelanna@simnet.is
Stjórnin