Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi
12.01.2009
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi verður haldinn í Árhúsum Hellu mánudaginn 26. janúar 2009 k. 11.30
Aðalfundurinn hefst á léttum hádegisverði kl. 11.30 en fundarstörf byrja kl. 12.00.
Auk hefbundinna aðalfundarstarfa er sérstakur gestur fundarins
Erna Bjarnadóttir sviðsstjóri félagsviðs Bændasamtaka Íslands og mun hún fjalla um landbúnaðarkerfi Evrópusambandsins.
Skipuð hefur verið kjörnefnd til undirbúnings kosninga í félagsráð. Þeim sem vilja gefa kost á sér eða koma á framfæri uppástungum um fólk til þessara trúnaðarstarfa er bent á að setja sig í samband við nefndina, en hana skipa:
Ólafur Helgason Hraunkoti. s. 4874703.
Ásmundur Lárusson Norðurgarði s. 8958436.
Hlynur Snær Theódórsson Voðmúlastöðum. s. 4878190.
Sigurður Loftsson formaður félagsins gefur ekki kost á sér til endurkjörs.
Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi