Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi 1. febrúar
29.01.2016
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi verður haldinn mánudaginn 1. febrúar n.k. á Hótel Stracta á Hellu, í fundarsal á 2. hæð. Aðalfundurinn hefst með léttum hádegisverði kl. 11.30 í boði félagsins en fundarstörf hefjast kl. 12.00.
Dagskrá:
Dagskrá m.a. :
1. Hefðbundin aðalfundarstörf.
Kjósa skal formann FKS, 9 fulltrúa í félagsráð og 3 varamenn í félagsráð. Einnig þarf að kjósa 10 fulltrúa á aðalfund LK (fjölgar um 1 fulltrúa). Þeir sem vilja gefa kost á sér eða koma á framfæri uppástungum um fólk til þessara trúnaðarstarfa er bent á að setja sig í samband við kjörnefnd nú fyrir fund , en hana skipa:
Reynir Þór Jónsson Hurðarbaki s. 898-0929
Karel G. Sverrisson Seli s. 897-2531
Elín Heiða Valsdóttir Úthlíð s. 848-1510
2. Samningar um starfskilyrði nautgriparæktar. (Búvörusamningar).
– Vinnu við samningagerð er að ljúka þessa dagana. Formaður LK. Sigurður Loftsson mun fara yfir helstu atriði samningsins.
– Formaður stjórnar MS Egill Sigurðsson mun ræða þau atriði samnings sem lúta að fyrirtækinu og kúabændum.
– Umræður og fyrirspurnir fundargesta.
3.Staða nokkurra verkefna hjá LK.
– M.a. kynnt staða holdanautamálsins og fleira.
4. Viðurkenningar fyrir afurðahæsta sunnlenska kúabúið árið 2015 og afurðahæstu kúna. Einnig verður veitt viðurkenning fyrir þyngsta nautið á Suðurlandi 2015.
Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi.