Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi!
28.01.2008
Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi verður haldinn að Árhúsum á Hellu á morgun, þriðjudaginn 29. janúar og hefst kl. 11.30 með súpu í boði félagsins.
Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa verður Elín Björg Jónsdóttir, fulltrúi BSRB í verðlagsnefnd búvara með framsögu.
Kúabændur eru hvattir til að fjölmenna!