Beint í efni

Aðalfundur Félags eyfirskra kúabænda 15. febrúar

07.02.2012

Aðalfundur Félags eyfirskra kúabænda verður haldinn í Hlíðarbæ miðvikudaginn 15. febrúar kl. 11.30. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf, en auk þeirra verður Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir og lektor við Lbhí, með erindi á fundinum um þætti sem tengjast júgurbólgu, meðhöndlun og forvarnir í þeim efnum. Léttur hádegisverður er í boði félagsins. Eyfirskir kúabændur eru hvattir til að fjölmenna.