Beint í efni

Aðalfundur Félags eyfirskra kúabænda 11. febrúar

09.02.2015

Aðalfundur Félags eyfirskra kúabænda, FEK verður haldinn í Hlíðarbæ miðvikudaginn 11. febrúar nk. og hefst kl. 11.30. með kjötsúpu að hætti kvenfélagsins.

 

Dagskrá samkvæmt lögum félagsins.

 

·        Eftir venjuleg fundarstörf flytur Runólfur Sigursveinsson erindi um fjármögnun og rekstur kúabúa.

·        Á fundinn kemur fulltrúi frá Bergi, félagi stjórnenda með kynningu á stéttarfélaginu.

 

Í lok fundar verður boðið upp á kaffi og kleinur.

 

Veitingar eru í boði félagsins.

 

Rétt til setu á fundinum eiga allir sem framleiða nautgripaafurðir, leggja inn í afurðastöð og borga félagsgjöld.

Stjórnin