Beint í efni

Aðalfundur, fagþing og 30 ára afmælishátíð LK 2016

22.01.2016

Aðalfundur Landssambands kúabænda 2016 verður settur í ráðstefnusal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 í Reykjavík, fimmtudaginn 31. mars n.k. kl. 10.00 árdegis. Fundinum verður fram haldið föstudaginn 1. apríl á Hótel Sögu.  

 

Fagþing nautgriparæktarinnar verður haldið samhliða aðalfundi LK og er stefnt að setningu þess kl. 12.30 fimmtudaginn 31. mars í áðurnefndum fundarsal ÍE. Dagskrá þess verður nánar kynnt síðar, en fagþingið er opið öllu áhugafólki um nautgriparækt.

 

Tekin hafa verið frá herbergi á Hótel Sögu fyrir fulltrúa og aðra gesti fundarins, fagþings og árshátíðar. Sími fyrir herbergjabókanir er 525 9900 og gistinóttin kostar 11.500 kr í eins manns herbergi og 12.500 kr í tveggja manna herbergi. Taka skal fram við bókun að hún sé vegna aðalfundar og/eða árshátíðar LK.

 

Þann 4. apríl n.k. verða liðin 30 ár frá stofnun LK. Í tilefni af því verður haldin afmælisárshátíð á Hótel Sögu, laugardagskvöldið 2. aprí. Aðalfundur og fagþing er opið öllum kúabændum og öðru áhugafólki um nautgriparækt, eins vilja samtökin hvetja kúabændur til að fjölmenna á árshátíðina, miðapantanir á hana eru í síma 460 4477./BHB