Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Aðalfundur, fagþing og 30 ára afmælishátíð LK 2016

22.01.2016

Aðalfundur Landssambands kúabænda 2016 verður settur í ráðstefnusal Íslenskrar erfðagreiningar að Sturlugötu 8 í Reykjavík, fimmtudaginn 31. mars n.k. kl. 10.00 árdegis. Fundinum verður fram haldið föstudaginn 1. apríl á Hótel Sögu.  

 

Fagþing nautgriparæktarinnar verður haldið samhliða aðalfundi LK og er stefnt að setningu þess kl. 12.30 fimmtudaginn 31. mars í áðurnefndum fundarsal ÍE. Dagskrá þess verður nánar kynnt síðar, en fagþingið er opið öllu áhugafólki um nautgriparækt.

 

Tekin hafa verið frá herbergi á Hótel Sögu fyrir fulltrúa og aðra gesti fundarins, fagþings og árshátíðar. Sími fyrir herbergjabókanir er 525 9900 og gistinóttin kostar 11.500 kr í eins manns herbergi og 12.500 kr í tveggja manna herbergi. Taka skal fram við bókun að hún sé vegna aðalfundar og/eða árshátíðar LK.

 

Þann 4. apríl n.k. verða liðin 30 ár frá stofnun LK. Í tilefni af því verður haldin afmælisárshátíð á Hótel Sögu, laugardagskvöldið 2. aprí. Aðalfundur og fagþing er opið öllum kúabændum og öðru áhugafólki um nautgriparækt, eins vilja samtökin hvetja kúabændur til að fjölmenna á árshátíðina, miðapantanir á hana eru í síma 460 4477./BHB