Beint í efni

Aðalfundur Auðhumlu í dag í Dalabúð

08.04.2011

Aðalfundur Auðhumlu svf. verður haldinn í Dalabúð í Búðardal í dag, föstudaginn 8. apríl. Fundurinn hefst með léttum hádegisverði kl. 11.30 en að loknum málsverði hefst sjálfur aðalfundurinn kl. 12.30. Á fundinum verða venjuleg aðalfundarstörf, skýrslur stjórnar og forstjóra. Þá mun Sigurður Loftsson, formaður LK, kynna drög að þeirri stefnumörkun sem LK hefur undirbúið á undanförnum mánuðum og Auðhumla átti aðild að. Auk þess mun Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, fjalla um ESB aðildarumsóknina og afstöðu BÍ.

 

Áður en fundurinn hefst verður samlagið í Búðardal opið þeim sem vilja kynna sér starfsemina þar. /SS