Beint í efni

Aðalfundir SAM og MS í dag

01.03.2013

Í dag verða haldnir aðalfundir bæði Mjólkursamsölunnar og Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Fundirnir verða báðir að Bitruhálsi og er á dagskrá þeirra hefðbundin aðalfundarstörf. Verður fundunum gerð skil síðar enda bíða kúabændur landsins væntanlega í ofvæni eftir upplýsingum um rekstur og afkomu MS á nýliðnu ári.

 

Þá hafa SAM staðið í töluverðum breytingum á liðnu ári, m.a. með tilfærslu á rannsóknastofum og með fjárfestingu í hinu nýja PCR mælitæki. Greint verður frá fundunum við fyrsta tækifæri/SS.