Beint í efni

Aðalfundir kúabændafélaganna langt komnir

24.03.2008

Aðalfundir aðildarfélaga LK eru nú langt komnir, enda styttist í aðalfund Landssambands kúabænda sem verður haldinn á Hótel Selfossi dagana 4. og 5. apríl n.k. Á morgun, þriðjudaginn 25. mars, fundar Félag nautgripabænda við Breiðafjörð í Búðardal kl. 13.30. Mjólkurbú Borgfirðinga heldur sinn aðalfund miðvikudaginn 26. mars í Borgarnesi og Félag kúabænda í Ísafjarðarsýslum heldur sinn aðalfund á Ísafirði á fimmtudaginn, 27. mars.

Lokafrestur til að skila upplýsingum um fulltrúa og tillögum til aðalfundar LK á skrifstofu Landssambandsins er til föstudagsins 28. mars n.k.