Aðalfundir í V-Húnavatnssýslu og Eyjafirði í dag!
26.02.2013
Tvö aðildarfélög Landssambands kúabænda halda aðalfundi sína í dag, þriðjudaginn 26. febrúar.
Aðalfundur Félags eyfirskra kúabænda verður haldinn í Hlíðarbæ kl. 11:30.
Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf.
Á fundinn mæta Níels Sveinsson sem kynnir metangasvinnsluverkefni sem Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar hefur á sinni könnu og þá mun Jóhann Ólafur Halldórsson frá Athygli ehf. flytja erindi með yfirskriftinni “Gildi góðrar ímyndar fyrir íslenskan landbúnað”.
Léttur hádegisverður í boði félagsins.
Stjórn FEK
Aðalfundur Nautgriparæktarfélags Vestur-Húnavatnssýslu verður haldinn í félagsheimilinu Ásbyrgi kl. 12:15.
Byrjað verður á súpu kl. 11:30.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Á fundinn mæta Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri LK. Guðný Helga Björnsdóttir varaformaður LK og Þórður Pálsson ráðunautur fer svo yfir skýrsluhald kúabænda 2012 o.fl.
Stjórn NFVH