Beint í efni

Aðalfundi lokið – stjórn endurkjörin

23.03.2013

Aðalfundi Landssambands kúabænda lauk fyrir stundu. Sigurður Loftsson í Steinsholti var endurkjörinn formaður samtakanna, sem og aðrir stjórnarmenn Guðný Helga Björnsdóttir á Bessastöðum, Jóhann Gísli Jóhannsson á Breiðavaði, Jóhann Nikulásson í Stóru-Hildisey 2 og Trausti Þórisson á Hofsá. Jóhanna Hreinsdóttir í Káraneskoti og Guðrún Lárusdóttir í Keldudal verða áfram varamenn í stjórn Landssambands kúabænda. Ályktanir sem afgreiddar voru á fundinum verða birtar í næstu viku./BHB