Beint í efni

Áburðarverksmiðjan hf. flytur út áburð til Noregs !

26.03.2003

Nýverið var gengið frá samkomulagi á milli Áburðarverksmiðjunnar hf. og norskra aðila um útflutning á íslenskum fjölkorna áburði til Noregs. Um er að ræða 5 mismunandi gerðir sem eru sérblandaðar hér á landi fyrir norskan landbúnað.

Samkvæmt upplýsingum frá Áburðarverksmiðjunni er með þessu verið að nýta enn betur vinnslugetu verksmiðjunnar og hráefnakaup. Fyrsti skipsfarmur fer utan um næstu helgi.

 

Þess má geta að hérlendis er á markaði áburður frá Norsk Hydro, sem er einmitt framleiddur í Noregi!