Beint í efni

Aarhusegnens Andel í greiðslustöðvun

01.02.2010

Í dag sótti næst stærsta fóðurfyrirtæki Danmerkur, Aarhusegnens Andel, um heimild til greiðslustöðvunar. Tap félagsins á sl. ári var um 230 milljónir danskra króna, eða um fimm og hálfur milljarður ísl. króna. Viðræður standa yfir við DLG og Danish Agro um yfirtöku á félaginu, sem þó er háð samþykki samkeppnisyfirvalda í Danmörku. Gert er ráð fyrir áframhaldandi taprekstri á félaginu, þar til yfirtakan hefur farið fram. 

Ljóst varð nú strax eftir áramótin að tap félagsins á sl. ári hefði verið mjög mikið og áframhaldandi rekstur útilokaður.

 

Eins og nafnið gefur til kynna er félagið samvinnufélag í eigu bænda. Félagsmenn þurfa að sjá á eftir a.m.k. 2/3 af stofnsjóði sínum vegna þessa. Gjaldþrot hefði hins vegar haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir félagsmenn, að mati stjórnarmanna þess.